Guðjón ýjar að ósætti milli Gylfa og Eiðs Smára Anton Ingi Leifsson skrifar 28. mars 2021 20:25 Gylfi, til vinstri, í landsleik gegn Frökkum á síðasta ári og Eiður, til hægri, á blaðamannafundi KSÍ. getty/Jeroen Meuwsen/vísir/vilhelm/ Guðjón Þórðarson, fyrrum landsliðsþjálfari, ýjaði að því í hlaðvarpsþættinum The Mike Show að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið vegna stöðu Eiðs Smára Guðjohnsen, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum. HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira
Guðjón var gestur í hlaðvarpsþættinum fyrr í kvöld en í þar ræddu Guðjón, Hugi Halldórsson og Mikael Nikulásson um landsleikina sem fóru fram í dag. Þegar talið barst að A-landsliði karla, sem tapaði 2-0 fyrir Armeníu í undankeppni HM 2022 í dag, sagði Guðjón að honum hafi borist til eyrna að ástæður þess að Gylfi Þór hafi ekki gefið kost á sér í landsleikina þrjá í marsmánuði hafi ekki eingöngu þær að kona hans beri barn undir belti. „Það sem ég er búinn að heyra í nokkra daga er að það sé ágreiningur eða núningur, þú getur kallað það hvað sem, á milli Gylfa og hugsanlegrar stöðunnar hjá Eiði Smára,“ sagði Guðjón. „Það er ekki góðs viti ef það er einhver núningur þar innan vébanda eða innan liðsins. Ég veit ekkert hvernig það er en þetta er það sem maður heyrir. Forystan þarf þá að koma fram og segja að það sé bara alls ekki.“ „Það heyrist að Gylfi sé ósáttur við þá sem stöðu sem uppi er og upp hefur komið. Ég þekki það ekki en þetta er það sem maður heyrir. Ef að það eru einhver vandamál þá þarf að leysa þau og standa saman og stíga saman í sömu átt.“ Guðjón útskýrir ekki í hvaða stöðu Eiður Smári sé „hugsanlega“ í sem hafi valdið því að mögulega „ágreiningur eða núningur“ ríki á milli hans og Gylfa Þórs. Vísir reyndi að fá viðbrögð forystu KSÍ, formanns og framkvæmdastjóra, í kvöld en án árangurs. Umræðan hefst eftir ellefu mínútur en Guðjón þjálfaði íslenska landsliðið á árunum 1997 til 1999. Þar að auki hefur hann meðal annars þjálfað Stoke og Barnsley á Englandi auk fjölda liða á Íslandi, þar sem hann vann fjölda meistaratitla á glæstum þjálfaraferli. Uppfært 22.09: Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir ekkert til í þeim sögusögnum um að Gylfi Þór Sigurðsson hafi ekki gefið kost á sér í A-landsliðið í leikina gegn Þýskalandi, Rúmeníu og Liechtenstein af öðrum en uppgefnum ástæðum.
HM 2022 í Katar KSÍ Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Ná heimamenn að töfra fram svör? Körfubolti Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Magnús býður sig fram til forseta ÍSÍ Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar Handbolti Fleiri fréttir Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Sjá meira