Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 10:02 Róbert Wessman, stofnandi Alvotech. Alvotech Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44