Viðar blæs á fullyrðingar Arnars: „Ég átti allavega aldrei að vera valinn“ Sindri Sverrisson skrifar 29. mars 2021 11:25 Viðar Örn Kjartansson skoraði í síðasta landsleik sem hann spilaði, á Parken í nóvember. Arnar Þór Viðarsson valdi aðra leikmenn á hans kostnað í yfirstandandi landsliðsverkefni. EPA „Þetta er komið gott,“ segir Viðar Örn Kjartansson sem segist ekki hafa mikinn áhuga sem stendur á því að snúa aftur í íslenska landsliðið í fótbolta. Hann segir Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfara ljúga því að ekki hafi verið hægt að velja Viðar í landsliðið fyrir fyrstu leikina í undankeppni HM. Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan. HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira
Arnar sagði meðal annars við RÚV í dag að norska félagið Vålerenga hefði ekki viljað hleypa Viðari í landsleikina við Þýskaland, Armeníu og Liechtenstein. Því hefði aldrei verið í boði að velja Viðar í landsliðshópinn. „Nei, þetta er ekki rétt. Ég var í sambandi við Vålerenga allan tímann á meðan þetta var að gerast,“ sagði Viðar í samtali við Ríkharð Óskar Guðnason í dag. Viðtalið má sjá hér að neðan. Klippa: Viðar um ummæli Arnars Vålerenga hafði samkvæmt reglum FIFA rétt á að meina Viðari að fara í landsleiki en á það reyndi aldrei. Norska félagið leyfði til að mynda kanadíska landsliðsmanninum Sam Adekugbe að fara í landsleiki vestur yfir haf. „Þú velur fyrst 35-40 manna landsliðshóp eða eitthvað slíkt og Vålerenga fékk senda spurningu um hvort ég væri „available“. Það áttu að koma einhverjar nýjar reglur um sóttkví í Noregi og annað og þeir sögðu bara: „látið okkur vita þegar þið veljið endanlega hópinn og við tölum svo saman“. Þeir hleyptu meðal annars leikmanni til að spila með kanadíska landsliðinu, og svo var leikmaður sem átti að vera í norska landsliðinu en komst ekki út af meiðslum. Það er því mjög ólíklegt að þeir hefðu bannað bara mér að fara. Svo var ég að spyrja íþróttastjórann sem sagði mér að þeir [starfsmenn Vålerenga] hefðu ekkert heyrt meira frá þeim [starfsmönnum KSÍ],“ sagði Viðar. „Voðalega þreytt umræða og skrýtin“ Af hverju var þá Arnar að koma með þessar fullyrðingar núna, eftir að hafa hingað til útskýrt fjarveru Viðars með því að hann teldi aðra leikmenn henta betur? „Ég veit það ekki. Mér finnst þetta orðin voðalega þreytt umræða og skrýtin, og leiðinlegt að horfa á hvernig þetta er á hverjum degi. Þetta er bara alls ekki rétt og ég skil ekki af hverju það er. Hvort að þetta sé einhver misskilningur hjá þeim en ég efa það því að svörin eru búin að vera önnur. Þetta er orðin löng umræða en þetta atriði er að minnsta kosti ekki rétt,“ sagði Viðar. Ríkharð sagði fólk hreinlega velta fyrir sér hvort að um eitthvað persónulegt væri að ræða á milli hans og landsliðsþjálfaranna, fyrst Viðar væri ekki í landsliðshópnum. Hvað vill hann segja um það? Hugsa að þetta sé „end of story“ „Ég veit það ekki. Ég trúi því nú ekki. Þeir hljóta að velja þá sem þeir telja besta fyrir hópinn. Ég átti allavega aldrei að vera valinn, það er alveg klárt,“ sagði Viðar. En er Viðar klár í slaginn ef hann verður valinn í næsta landsliðsverkefni? „Ég á eftir að hugsa út í það.“ Áhuginn hafi vissulega minnkað: „Það er svolítið mikið þannig. Ég hugsa að þetta sé „end of story“. Ég er ekki valinn í hópinn og ég reikna ekki með að vera valinn í framtíðinni. Þetta er komið gott.“ Viðtalið við Viðar má sjá hér að ofan.
HM 2022 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid „Brjálæðisleg orka“ Hákonar og einstakt samband við David Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Svo nálægt fyrsta sigrinum síðan í ágúst Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fanney Inga og félagar unnu stórsigur í sænska bikarnum Réð son sinn sem forseta félagsins Björn Daníel tryggði FH jafntefli á móti norska úrvalsdeildarfélaginu Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Amorim: „Ég er ekki barnalegur“ Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Gylfi með augun á komandi landsleikjum: „Við áttum fínasta spjall“ Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Chelsea tapaði óvænt stigum á meðan Hlín tapaði fyrir Rauðu djöflunum Sjá meira