Persónuvernd tók stöðu með seljanda sem segir Bland.is hafa blekkt sig Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 12:55 Rekstraraðili Bland.is taldi sig hafa hafa upplýst notendur sína fyllilega um nýtingu upplýsinganna. Vísir/HÞ Rekstraraðila Bland.is var óheimilt að afla sér afla sér upplýsinga um heimilisfang seljenda og birta póstnúmer hans samhliða auglýsingu sem hann birti á söluvefnum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum. Persónuvernd Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum.
Persónuvernd Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira