Fótbolti

Sjáðu Dani skora átta mörk á móti góðkunningjum Íslendinga

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikkel Damsgaard og Kasper Dolberg fagna einu af átta mörkum Dana í risasigrinum á Moldóvu.
Mikkel Damsgaard og Kasper Dolberg fagna einu af átta mörkum Dana í risasigrinum á Moldóvu. EPA-EFE/BO AMSTRUP

Danir skiptu úr öllum tíu útileikmönnum sínum milli leikja en unnu enga síður 8-0 stórsigur á Moldóvu í öðrum leik sínum í undankeppni HM 2022.

Íslenska landsliðið þekkir vel til Moldóva eftir að hafa verið með þeim í riðli í undankeppni EM á árinu 2019. Ísland vann þá báða leiki, 3-0 heima og 2-1 úti.

Danir lentu ekki í miklum vandræðum með moldóvska liðið þegar þau mættust í Herning í gær.

8-0 sigur þýðir að Danir eru með fullt hús og markatöluna 10-0 eftir tvo leiki.

Markvörðurinn Kasper Schmeichel var sá eini sem hélt byrjunarliðssæti sínu eftir 2-0 sigur í Ísrael og það voru ferskir fætur sem léku sér af Moldóvum.

Danir leyfðu sér meðal annars að hvíla Christian Eriksen og hann kom ekki inn á völlinn fyrr en danska liðið var komið sex mörkum yfir.

Sex leikmenn skoruðu mörk Dana þar á meðal varamaðurinn Marcus Ingvartsen í sínum fyrsts landsleik. Kasper Dolberg og Mikkel Damsgaard skoruðu báðir tvö mörk en hinir markaskorararnir voru Jens Stryger, Mathias Jensen og Robert Skov.

Hér fyrir neðan má markaveislu Dana úr þessum leik.

Klippa: Mörk Dana á móti Moldóvu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×