Fótbolti

Sjáðu öll mörkin sem næstu mótherjar Íslands fengu á sig og sigurmark Þjóðverja

Sindri Sverrisson skrifar
Serge Gnabry fagnar sigurmarkinu gegn Rúmeníu.
Serge Gnabry fagnar sigurmarkinu gegn Rúmeníu. Getty/Alexander Hassenstein

Öll mörkin úr leikjunum þremur í gær í riðli Íslands, í undankeppni HM karla í fótbolta, má nú sjá hér á Vísi.

Þýskaland og Armenía eru á toppi J-riðils eftir sigra í gær, með sex stig, en Ísland og Liechtenstein eru neðst, án stiga. Norður-Makedónía og Rúmenía eru svo með þrjú stig hvort.

Þýskaland vann mikilvægan sigur á Rúmeníu í gær, 1-0, þar sem Serge Gnabry skoraði sigurmarkið eftir korters leik.

Armenía skoraði bæði mörk sín í 2-0 sigrinum gegn Íslandi í seinni hálfleik.

Ísland sækir Liechtenstein heim á miðvikudaginn í síðasta leik sínum í þessari törn. Liechtenstein steinlá á útivelli gegn Norður-Makedóníu í gær, 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á heimavelli gegn Armeníu í fyrsta leik.

Öll mörkin má sjá í samantektinni hér að neðan.

Klippa: Mörkin úr riðli Íslands



Fleiri fréttir

Sjá meira


×