Fóru yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís og hvað má alls ekki gerast Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2021 12:00 Atli Ævar Ingólfsson og félagar í Selfossliðinu urðu Íslandsmeistarar í fyrsta sinn í maí 2019 og þeir eru enn Íslandsmeistarar næstum því 23 mánuðum síðar. Nú er aftur óvissa um hvort að úrslitakeppnin geti fram en henni var aflýst í fyrra. Vísir/Vilhelm Seinni bylgjan ræddi framhald Íslandsmótsins í handbolta en mikil óvissa er uppi eftir að aftur þurfti að gera hlé á leikjum í Olís deildunum vegna sóttvarnarreglna hér á landi. Meðal annars var farið yfir mögulegar leiðir til að klára tímabilið. Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær. Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira
Henry Birgir Gunnarsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar, var að þessu sinni með sérfræðingana Jóhann Gunnar Einarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hjá sér í þættinum. „Ég á erfitt með að skilja það hvað vakir fyrir þeim. Af hverju það er svo ofboðslega erfitt að fá að spila aftur? Þetta er takmarkaður hópur af fólki sem hittist og af hverju þau megi ekki spila handbolta. Ég skil það ekki en það er algjört lykilatriði að fá það í gegn að fá að æfa eins og menn til að það sé hægt að byrja mótið um leið og það er leyfilegt,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar. „Ég myndi segja að það væri algjört lykilatriði að þessu æfingabanni án snertingar verði aflétt strax eftir páska,“ sagði Henry Birgir Gunnarsson og beindi orðum sínum til Jóhanns Gunnars Einarssonar. „Það er mjög mikilvægt en til að setja þetta í samhengi. Á þessum þremur vikum sem voru settar í lás þá átti Haukarnir, ef þeir hefðu komist áfram í bikarnum, átt að spila tíu leiki. Það er rosalegur fjöldi og þetta er rosalegt skarð sem er verið að höggva í mótið,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Umræða um framtíð Íslandsmótins eftir stopp „Ég var að tala við nokkra gæja sem eru í deildinni. Þeir eru að mæta tíu í einu og það er verið að kasta í veggi til að halda öxlinni við. Það er verið að taka interval hlaup. Það er ekki alveg stopp og þeir eru komnir í betri leikæfingu en í síðasta stoppi sem var rosalega langt. Ég myndi halda að menn ættu að geta spilað eftir tvo, þrjá, fjóra daga,“ sagði Jóhann Gunnar. „Um leið og það er gefið grænt ljós á eðlilega æfingar þá eru menn ekki ískaldir. Það þarf ekki tvær vikur eins og síðast,“ sagði Jóhann Gunnar. Sérfræðingarnir fóru síðan yfir mögulegar sviðsmyndir til að klára tímabilið í Olís deildinni í ár. „Ég ætla að segja það sem má alls ekki gerast. Það versta sem við gerum núna er að klára þessa deildarkeppni og slaufa svo. Við gerðum það í fyrra og misstum úrslitakeppnina og það var skilningur á því þá,“ sagði Jóhann Gunnar en nú er staðan önnur að hans mat. „Haukarnir eru eiginlega búin að klára þetta, liðin eru fallin og það er engin spenna eftir. Það er að engu að keppa að í raun og veru. Þetta verður bara eitthvað frat,“ sagði Jóhann Gunnar. „Ef ég tala fyrir hönd Stöð 2 Sport, þó að ég hafi ekki hugmynd um hvað þeir vilja, þá hljóta þeir að gefa kröfu á HSÍ og félögin að það verði bara úrslitakeppni, sama hvað. Það verða alltaf einhverjir sárir,“ sagði Jóhann Gunnar. Hér fyrir ofan má sjá alla umfjöllunina um framhald tímabilsins úr Seinni bylgjunni í gær.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Mest lesið María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Enski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Sjá meira