Innlent

Enginn nemandi í Laugalækjarskóla reyndist smitaður eftir skimun

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Nemandi í áttunda bekk í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna síðasta miðvikudag. Allir nemendur voru í framhaldinu sendir í sóttkví og í skimun í gær. 
Nemandi í áttunda bekk í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna síðasta miðvikudag. Allir nemendur voru í framhaldinu sendir í sóttkví og í skimun í gær.  Vísir/Vilhelm

Enginn nemandi í Laugalækjarskóla greindist með kórónuveiruna í gær. Nemendur voru skimaðir í gær eftir að einn nemandi greindist í síðustu viku. Þeir hafa allir verið í sóttkví síðan þá, eða í sex daga.

„Ég hef auðvitað ekki heyrt frá öllum en það er útlit fyrir að enginn hafi greinst með veiruna,“ segir Sólveig Hrafnsdóttir, aðstoðarskólastjóri Laugalækjaskóla, en tekur fram að skólastjórnendur myndu fá símtöl ef smit hefðu greinst. „Maður beið bara eftir símtali í gær sem, sem betur fer, kom aldrei,“ segir hún.

Nemandi í 8. bekk skólans greindist með kórónuveirusmit síðasta miðvikudag. Í framhaldinu var ákveðið að allir nemendur yrðu sendir í sóttkví fram á mánudag auk kennara ásamt því sem fjölskyldur barnanna voru hvattar til að mæta í skimun. Á sama tíma kom upp smit í Laugarnesskóla en þar reyndust ellefu nemendur vera smitaðir.

Alls greindust tíu manns með kórónuveiruna innanlands í gær og eru nú 972 í sóttkví, en voru 1.375 í gær. 109 eru í einangrun.


Tengdar fréttir

Nemandi í Laugalækjarskóla greindist með veiruna

Nemandi í 8. bekk í Laugalækjarskóla hefur greinst smitaður af kórónuveirunni.  Þetta staðfestir Jón Páll Haraldsson, skólastjóri Laugalækjarskóla, í samtali við Vísi. Ákveðið hefur verið að allir nemendur skólans verið sendir í sóttkví fram á mánudag og þeir kennarar sem kenndu umræddum bekk auk annars starfsfólks skólans.

Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat

Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×