Gummi hress og bjartsýnn: Vorum lélegir en fáum tækifæri strax á morgun Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2021 14:16 Jón Daði Böðvarsson og félagar í íslenska landsliðinu áttu ekki sinn besta dag á sunnudaginn í Armeníu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN „Við áttum ofboðslega vondan dag,“ sagði Guðmundur Benediktsson um leik Íslands við Armeníu á sunnudaginn. Hann vildi ekki gera of mikið úr 2-0 tapinu og segir íslenska liðið hafa gott tækifæri til þess á morgun að fara úr þessu landsliðsverkefni með ágætis bragð í munninum. Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play. HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Snjórinn gæti enn stöðvað stórleikinn á Anfield Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira
Gummi, Henry Birgir Gunnarsson og Kjartan Atli Kjartansson ræddu um íslenska landsliðið, hasarinn í kringum það og frammistöðuna gegn Armeníu, í hlaðvarpsþættinum Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ef að maður lítur á úrslitin þá er engin katastrófa að tapa 3-0 á móti Þýskalandi á útivelli. Það sem að er pirrandi er að leikurinn var bara búinn eftir sex mínútur,“ sagði Gummi. Hann vill ekki oftúlka úrslit á borð við þau sem urðu niðurstaðan í Armeníu: „Ég ætla bara að vera þannig gæi, hress og bjartsýnn, að líta á þennan leik sem einn af þeim sem kemur alltaf í riðlinum, þar sem þetta er bara ekki „þinn dagur“ hjá neinum leikmanni. Hlutirnir bara ganga ekki upp og við vorum bara lélegir. Við vorum lélegir í þessum leik en fáum tækifæri strax á morgun til að fara út úr þessu landsleikjahléi með ágætis bragð í munninum. Við gætum ekki fengið betri útileik til þess en gegn Liechtenstein. Ég ætla ekki að kafa of mikið í þennan Armeníuleik. Fyrir mér var þetta bara „einn af þessum leikjum“,“ sagði Gummi. Mest sláandi hve lélegt gamla bandið var án söngvarans Kjartan spurði Gumma og Henry út í nýtt leikskipulag íslenska liðsins, í fyrstu leikjunum undir stjórn Arnars, og hvernig þeim litist á það: „Miðað við þennan leik, bara alls ekki vel. Arnar sagðist hafa valið þá ellefu leikmenn sem hann teldi geta búið til bestu liðsheildina til að ná úrslitum. Hann valdi vitlaust því leikurinn var hörmulegur. Þetta var katastrófa. Okkur vantaði Gylfa Þór Sigurðsson, að sjálfsögðu, en Armena vantaði líka sinn Gylfa og sinn næstbesta leikmann. Það sem að er mest sláandi fyrir mig er hve lélegt gamla bandið var án söngvarans. Það var enginn tilbúinn að hoppa inn, gat tekið keflið og búið eitthvað til. Þetta var ótrúleg ládeyða, rosalega hugmyndasnautt.“ Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
Sportið í dag er hlaðvarpsþáttur um íþróttir sem er aðgengilegur á hlaðvarpsvef Vísis og í útvarpsappi Bylgjunnar, FM957 og X-ins. Náðu í appið í App Store og Google Play.
HM 2022 í Katar Mest lesið Myndasyrpa: Glódís og forsetinn í hláturskasti á hófinu í Hörpu Sport Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni Fótbolti Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn Enski boltinn Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Körfubolti Allt er fertugum LeBron fært Körfubolti „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Enski boltinn Tognun í rassi en Elvar telur HM ekki í hættu Handbolti Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Fleiri fréttir Snjórinn gæti enn stöðvað stórleikinn á Anfield Telur sig hafa fengið hálfgert loforð frá ÍSÍ um fjármuni „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Skrípamark en Mikael og félagar fengu bara stig „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Olmo og Victor í algjörri óvissu eftir að beiðni Barcelona var hafnað Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Sjá meira