Grindvíkingar rafmagnslausir í tuttugu mínútur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 15:34 Fannar segir að eins og séu óþægindin af gosinu bundin við mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. Vísir/Vilhelm/Egill „Þetta var nú bara stutt rafmagnsleysi núna,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri í Grindavík, en nú fyrir stundu sló rafmagninu út í bænum í um 20 mínútur. Orsakirnar eru ókunnar en heppilegt að það gerðist ekki seinna í dag, þegar fjarbæjarstjórnarfundur er á dagskrá, segir Fannar. Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Það er óhætt að segja að ýmislegt hafi gengið á í Grindavík síðustu misseri og liggur beint við að spyrja hvernig stemningin er í bænum.. hvernig líkar mönnum skiptin, gos fyrir skjálfta? „Ég held það megi segja að stemningin hafi batnað við það að jarðskjálftarnir hættu í kjölfar eldgossins og það var bara mikill léttir að vera laus við það að vakna upp á næturnar trekk í trekk,“ segir Fannar. Eldgosið sé „stabílla“ ástand en jarðhræringarnar og fjarri bænum. Hafi í raun lítil áhrif fyrir utan mögulega gasmengun í norðaustanáttinni. „Á meðan þetta heldur sig á þessum stað og hraunið er ekki að trufla okkur,“ svarar bæjarstjórinn spurður að því hvort bæjarbúar séu þá bara almennt sáttir við gosið. Mögulega felist tækifæri í gosinu þegar veiruástandið gangi yfir. Fannar segir umferðina hafa aukist um bæinn eftir að aðkoma að gossvæðinu var bætt og aftur hægt að aka í báðar áttir. Hins vegar setji sóttvarnir, þar á meðal fjöldatakmarkanir, rekstraraðilum ákveðnar skorður. Spurður að því hvort þær ráðstafanir sem gripið hafi verið til vegna aðsóknarinnar dugi til, segir Fannar hafa komið til tals að takmarka fjölda á svæðinu á hverjum tíma. „Það er lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem stjórnar því,“ segir Fannar. „En ef fjöldinn er mjög mikill er erfitt að stýra umferðinni og ef eitthvað kemur upp á þá er það kannski orðið illviðráðanlegt.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira