Viðraði hugmyndir um sérstakan „pott“ fyrir fjárfestingar hins opinbera Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. apríl 2021 16:30 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, var gestur Heimis Más í Víglínunni á sunnudag. Vísir/Einar Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir fjárfestingu hins opinbera ekki hafa vaxið og að rekja megi það til samdráttar hjá sveitarfélögum. Hann sér fyrir sér að hægt væri að breyta fjárfestingarfyrirkomulagi hjá hinu opinbera, til að mynda með opinberum potti fyrir fjárfestingar. „Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
„Jafnvel þó við höfum veitt fjárheimildirnar í fyrra, þá hefur stjórnkerfinu okkar ekki tekist alveg nægilega vel að koma öllum þessum fjármunum í vinnu. Ég hefði viljað sjá meiri vöxt. Það var vöxtur í fyrra og ég hef trú á því að það geti orðið töluvert mikill vöxtur í ár. Við verðum að spyrja okkur spurninga, hvort við séum nægilega skilvirk, þegar svona háar fjárhæðir eru í lok árs ónýttar og þurfa að flytjast yfir á árið 2021 núna,“ sagði Bjarni í Víglínunni um liðna helgi. Hann segir að um sé að ræða fjármuni sem ríkisstjórnin hafi viljað sjá fara í vinnu í fyrra. Verkefni hafi verið handvalin út frá þáttum á borð við þjóðhagslegri hagkvæmni, hvað væri mannaflsfrekt og hvað væri tilbúið. „Þessir listar voru byggðir á svörum innan úr stjórnkerfinu um þessi atriði,“ segir Bjarni og bætir því við að hann hefði viljað sjá meiri fjárfestingar á síðasta ári og hann hefði væntingar um að „töluvert mikill sláttur“ á þeim á þessu ári. Seðlabanki og ríki hafi ekki verið nógu samstíga Bjarni segir þá að velta megi því upp hvort breyta eigi fyrirkomulaginu, líkt og tæpt var á í nýrri fjármálaáætlun. „Hvort við ættum mögulega að vera með pott, til þess að vera sveigjanleg. Um leið og við sjáum að eitthvað er að frestast getum við brugðist strax við og breytt forgangsröðun. Þarna erum við að tala um atriði sem er gríðarlega mikilvægt í hagstjórnarlegu tilliti, vegna þess að sögulega þá hefur skort á að ríki og sveitarfélög annars vegar, og Seðlabankinn hins vegar, væru að ganga í takt,“ segir Bjarni. Hann segir að með fjármálaáætluninni sé gerð tilraun til að sjá hlutina betur fyrir og ná betri yfirsýn. Stilla saman strengi, eins og hann orðar það. „Þannig að þegar Seðlabankinn er að reyna að kæla hagkerfið, þá sé ekki ríkið einmitt nýbyrjað að valda þenslu.“ Ríkið geti gert betur í fasteignamálum Bjarni segir þá að ríkið sé „ekkert sérstaklega góður eigandi að mörgum fasteignum.“ Fasteignir ríkisins liggi víða undir skemmdum. „Við settum sérstakt viðbótarfjármagn til að gera bragarbót á þessu og erum í slíkum endurbótum. Margar eignir eru ýmist beint undir ríkiseignum, og við höfum ekki verið að fjármagna nægilega vel viðhald og endurbætur, en erum að gera bragarbót á því, eins og ég segi.“ Þá segir Bjarni að mikið af eignum sé í stofnunum sem mögulega séu lítið sem ekkert að nota umræddar eignir. Hann tekur dæmi úr sínum heimabæ, Garðabæ. „Við erum með Vífilsstaði og Vífilsstaðaspítala. Þar er gamli yfirlæknabústaðurinn bara í algerri niðurníðslu,“ segir Bjarni.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira