EM-strákarnir skikkaðir í sóttvarnahús en A-landsliðið ekki Sindri Sverrisson skrifar 31. mars 2021 10:31 FH-ingurinn Hörður Ingi Gunnarsson er á meðal þeirra sem eru á leið í sóttvarnahús á morgun. Félagar hans í FH eru allir í sóttkví vegna smits sem kom upp á meðan Hörður var á EM. EPA-EFE/Tamas Vasvar Tíu daga landsliðstörn lýkur hjá A-landsliði og U21-landsliði karla í fótbolta í dag. Mannskapurinn ferðast heim á morgun en þá taka gildi nýjar reglur um ferðatakmarkanir gildi. Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels. EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Golf Fleiri fréttir Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Sjá meira
Hinar nýju reglur voru kynntar eftir að landsliðsmennirnir héldu utan í byrjun síðustu viku. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma frá skilgreindum áhættusvæðum að dvelja á hóteli, í ákveðnum sóttvarnahúsum, fyrstu dagana eftir komuna til landsins. Þar þarf fólk að dvelja þar til að niðurstöður úr seinni sýnatöku liggja fyrir. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, segir ljóst að leikmenn og starfslið U21-landsliðsins, sem leikið hefur á EM í Györ í Ungverjalandi, þurfi að fara í sóttvarnahús. Ungverjaland er nefnilega á lista yfir áhættusvæði. U21-landsliðið spilar sinn síðasta leik á EM í dag þegar liðið mætir Frökkum kl. 16. Í U21-hópnum eru fjórir leikmenn sem búsettir eru á Íslandi auk þjálfara og starfsliðs KSÍ. Spila á áhættusvæði en dvelja í Sviss A-landsliðið spilar í Liechtenstein í kvöld en Liechtenstein er einnig skilgreint áhættusvæði sem felur í sér dvöl í farsóttahúsi. Hins vegar hefur A-landsliðið dvalið á hóteli í Sviss og aðeins farið yfir landamærin til að æfa í gær, og svo til að spila leikinn í kvöld. Sviss er ekki skilgreint sem áhættusvæði. Arnar Þór Viðarsson og Lars Lagerbäck búa í Belgíu og Svíþjóð, en Eiður Smári Guðjohnsen á Íslandi. Eiður fer í sóttkví við komuna til Íslands en verður ekki skikkaður í sóttvarnahús.mynd/Hafliði Breiðfjörð Uppfært 11.20: Vafi lék á því hvort að þeir úr A-landsliðinu sem búsettir eru á Íslandi yrðu skikkaðir í farsóttarhús við komuna til landsins. Klara segir KSÍ nú hafa fengið þær upplýsingar að A-landsliðsmenn þurfi ekki að fara í farsóttarhús þar sem að þeir dvelji skemur en í sólarhring í Liechtenstein. Í þeim hópi eru meðal annars leikmennirnir Birkir Már Sævarsson, Kári Árnason og Hannes Þór Halldórsson, sem og þjálfararnir Eiður Smári Guðjohnsen og Halldór Björnsson. Arnar Þór Viðarsson, aðalþjálfari, er búsettur í Belgíu. Klara bendir þó á að hópurinn þurfi líkt og aðrir að fara í sóttkví við komuna til landsins. KSÍ aðstoði líkt og áður þau sem á því þurfi að halda við sóttkví með hjálp Icelandair Hotels.
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Elsa setti þrjú heimsmet og varð Evrópumeistari fimmta árið í röð Sport Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Fótbolti Sá besti í heimi fer ekki fet næstu árin Handbolti Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Fótbolti Sendi pabba sínum hugljúf skilaboð fyrir Super Bowl leikinn Sport Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Fótbolti Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Enski boltinn Átján ára og kominn með 33 marka forskot á toppnum Handbolti Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Enski boltinn Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Golf Fleiri fréttir Guardiola vill ekkert stríð: Málinu er lokið Albert fékk bara níu mínútur í tapi á móti Inter Crystal Palace ekki í miklum vandræðum Brighton lét króatískt félag breyta merki sínu Sakar Real Madrid um að eyðileggja fótboltann Man. United fékk heimaleik og City mætir Liverpool bönunum Feyenoord rak eftirmann Arne Slot Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni „Fólk má alveg dæma mig“ Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Lögreglan rannsakar söngva um stunguárás Skoraði með fyrstu snertingunni og fékk síðan rautt spjald í sigri Barcelona Slot sér ekki eftir því að hafa hvílt stjörnurnar Panathinaikos mætir Víkingum með tvo tapleiki á bakinu Tvær þrennur í níu marka stórsigri Aston Villa áfram en vond bikarvika fyrir Spurs Liverpool úr leik eftir tap gegn liði Guðlaugs Victors Glódís bjargaði marki og áfram heldur sigurganga Bayern Úlfarnir áfram eftir öruggan útisigur Bjarki kom inn á fyrir Mikael í eins marks tapi Mætir Liverpool 15 árum eftir að hafa spilað með Gerrard: „Var svo stressaður“ Antony búinn að skora jafn oft fyrir Betis og United á tímabilinu Brighton sneri við eftir að hafa lent snemma undir Jafntefli niðurstaðan í nágrannatoppslag Mark Hákons fékk ekki að standa og Lille tapaði gegn botnliðinu Willum og félagar úr leik eftir svekkjandi tap gegn Newcastle Sjá meira