Enn einn sigur Eng­lands en Þýska­land tapaði á heima­velli

Anton Ingi Leifsson skrifar
Timo Werner eftir að hafa klúðrað dauðafærinu í kvöld.
Timo Werner eftir að hafa klúðrað dauðafærinu í kvöld. Federico Gambarini/Getty

Í kvöld fór fjöldinn af leikjum í undankeppni HM í Katar 2022 en meðal annars voru England, Þýskaland og Frakkland í eldlínunni.

Spánverjar unnu 3-1 sigur á Kósóvó. Daniel Olmo, Ferran Torres og Gerrad Moreno skoruðu mörk Spánverja sem eru með sjö stig eftir þrjá leiki.

Heimsmeistarar Frakka mörðu sigur á Bosníu og Hersegóvínu en Antoine Griezmann skoraði markið á 60. mínútu. Frakkar eru einnig með sjö stig eftir þrjá leiki.

Danir eru á rosalegu skriði í F-riðlinum en þeir unnu 4-0 sigur á Austurríki. Andreas Skov Olsen gerði tvö mörk og þeir Joakim Mæhle og Pierre-Emile Höjberg eitt. Danir eru með níu stig en Austurríki fjögur.

England marði sigur á Póllandi. Harry Kane kom Englandi yfir úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en Jakub Moder jafnaði á 58. mínútu eftir mistök John Stones. Stones bætti hins vegar fyrir mistökin og lagði upp sigurmarkið fyrir Harry Maguire á 85. mínútu. England með fullt hús stiga.

Það dró til tíðinda í riðli okkar Íslendinga er Norður Makedónía vann 2-1 sigur á Þýskalandi, í Þýskalandi. Goran Pandev kom gestunum yfir en Ilkay Gundögan jafnaði metin á 63. mínútu úr vítaspyrnu.

Um tíu mínútum fyrir leikslok klúðraði Timo Werner algjöru dauðafæri og skömmu síðar refsuðu gestirnir með sigurmarkinu en það skoraði Eljif Elmas. Armenía er því með níu sig, Norður Makedónía og Þýskaland sex, Rúmenía og Ísland þrjú og Liechtenstein núll.

Öll úrslit kvöldsins:

B-riðill:

Grikkland - Georgía 1-1

Spánn - Kósóvó 3-1

C-riðill:

Litháen - Ítalía 0-2

Norður Írland - Búlgaría 0-0

D-riðill:

Bosnía og Hersegóvína - Frakkland 0-1

Úkraína - Kasakstan 1-1

F-riðill:

Austurríki - Danmörk 0-4

Moldóva - Ísrael 1-4

Skotland - Færeyjar 4-0

I-riðill:

Andorra - Ungverjaland 1-4

England - Pólland 2-1

San Marínó - Albanía 0-2

J-riðill:

Armenía - Rúmenía 3-2

Þýskaland - Norður Makedónía 1-2

Liechtenstein - Ísland 1-4

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira