Enn einn endurkomusigur Manchester United

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Mason Greenwood fagnar sigurmarkinu gegn Brighton í kvöld.
Mason Greenwood fagnar sigurmarkinu gegn Brighton í kvöld. Phil Noble - Pool/Getty Images

Manchester United vann enn einn endurkomusigurinn þegar þeir fengu Brighton í heimsókn í kvöld, lokatölur 2-1. Marcus Rashford og Mason Greenwood skoruðu mörk heimamanna eftir að fyrrum United maðurinn Danny Welbeck hafði komið Brighton yfir.

Þetta var í níunda skipti á leiktíðinni sem MAnchester United vinnur eftir að hafa lennt undir.

Gestirnir byrjuðu af krafti, og það voru ekki liðnar nema tæpar 13 mínútur þegar Danny Welbeck skoraði gegn sínum gömlu félögum.

Heimamenn voru mun sterkari aðilinn í leiknum, þeir voru meira með boltann og áttu fleiri marktilraunir en gestirnir.

Það borgaði sig loksins á 62. mínútu, þegar Marcus Rashford jafnaði metin fyrir heimamenn eftir stoðsendingu frá Bruno Fernandes.

Þegar rétt um sjö mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma skoraði Mason Greenwood það sem reyndist vera sigurmarkið eftir undirbúning Paul Pogba.

Manchester United er því með 60 stig í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Brighton er áfram í 16. sæti með 32 stig, sex stigum fyrir ofan fallsvæðið.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira