Fótbolti

Twitter um sigur Ís­lands: Raf­í­þrótta­lið Liechten­stein, marka­skorun Birkis Más og Sveinn Aron í byrjunar­liðinu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði leikinn  sem fremsti maður og var mikið í umræðunni á Twitter í kjölfarið.
Sveinn Aron Guðjohnsen byrjaði leikinn  sem fremsti maður og var mikið í umræðunni á Twitter í kjölfarið. EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ

Ísland vann sinn fyrsta sigur í undankeppni HM 2022 í knattspyrnu er liðið lagði Liechtenstein 4-1 ytra í dag. Hér að neðan má sjá allt það helsta sem fram fór á samfélagsmiðlinum Twitter á meðan leik stóð.

Birkir Már Sævarsson og Birkir Bjarnason komu Íslandi 2-0 yfir í fyrri hálfleik. Guðlaugur Victor Pálsson bætti við þriðja markinu áður en heimamenn skoruðu beint úr horni. 

Rúnar Már Sigurjónsson skoraði svo fjórða mark Íslands úr vítaspyrnu í uppbótartíma en skömmu áður hafði Hólmbert Aron Friðjónsson komið knettinum yfir línuna en markið dæmt af.

Fyrir leik

Athygli vakit að Armenía vann Rúmeníu 3-2 og er með fullt hús stiga að loknum þremur leikjum.

Ari Freyr Skúlason samdi við sænska úrvalsdeildarfélagið IFK Norrköping í dag og var það tilkynnt skömmu fyrir leik.

Sveinn Aron Guðjohnsen var kallaður inn í A-landsliðið en hafði verið með U-21 árs landsliðinu á EM. Hann byrjaði leikinn upp á topp og var það mikið rætt á Twitter.

Birkir Már Sævarsson kom Íslandi yfir

Steindi Jr. var ekki beint hrifinn af liði Liechtenstein.

Fyrirmyndir eru mikilvægar.

Egill Einarsson segir mikilvægt að styðja við íslenska liðið þegar á móti blæs líkt og þegar liðinu gengur vel.

Ísland vs. Kópavogur

Birkir Bjarnason tvöfaldaði forystu Íslands 

Hjörtur Hermannsson fær ekki betra færi á næstunni.

Guðlaugur Victor kom Íslandi í 3-0

Heimamenn skoruðu beint úr hornspyrnu

Það var mark tekið af Íslandi þar sem boltinn fór í hendina á Hólmberti Aroni.

Rúnar Már skoraði fjórða mark Íslands úr vítaspyrnu í uppbótartíma. 


Tengdar fréttir

Í beinni: Liechtenstein - Ísland | Skyldusigur ætli Ísland á HM

Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu.

Ari Freyr til Norrköping

Ari Freyr Skúlason er genginn í raðir IFK Norrköping í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þetta var staðfest í dag.

Sveinn Aron byrjar og Rúnar Alex í markinu

Arnar Þór Viðarsson gerir sex breytingar á byrjunarliði íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir leikinn gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í Vaduz í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×