Þrátt fyrir að vera einungis 22 ára þá hefur Donnarumma spilað 241 leiki fyrir AC Milan en nú gengur þeim erfiðlega að ná saman.
Guianluca Di Marzio, sparkspekingur, er oftar en ekki fyrstur með fréttrnar hvað varðar félagaskipti leikmanna og hann kom fyrstur með fréttirnar af Donnarumma.
Hann segir að markvörðurinn hafi hafnað tveimur tilboðum frá AC Milan og því hafa samningsaðilar ákveðið að bíða aðeins með samningaboð númer þrjú.
Donnarumma, og umboðsmaður hans Mino Raiola, vilja tvöfalda það tilboð sem AC Milan bauð í fyrsta tilboðinu en hans samningur rennur út í sumar.
Gigio #Donnarumma refused two contract extension offers and #ACMilan have reportedly put talks on hold. https://t.co/ouFPE9fLi0 #Milan #SerieA #Calcio #Transfers pic.twitter.com/KaMpgbYbcL
— footballitalia (@footballitalia) March 31, 2021