Einkunnir Íslands á móti Liechtenstein: Birkir Már og Birkir Bjarna bestir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. mars 2021 21:02 Birkir Bjarnason fagnar markinu sínu í kvöld en þau höfðu vel getað orðið þrjú. Getty/DeFodi Images Íslenska karlalandsliðið vann þægilegan 4-1 sigur á Liechtenstein eftir árangursríka og einbeitta nálgun á verkefnið í Ölpunum í kvöld. Vísir hefur farið yfir frammistöðu íslensku strákana. Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið á blað í undankeppni HM 2022 og undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar eftir öruggan sigur í Liechtenstein í kvöld. Íslenska liðið tók völdin strax og mark snemma létti mikið af pressunni. Eftir töp í fyrstu tveimur leikjununm skiptu stigin þrjú öllu máli og eftir annað markið undir lok fyrri hálfleiks var nokkuð ljóst að þau voru öll á leiðinni til Íslands. Íslenska landsliðið komst í 3-0 en fékk því miður á sig mjög klaufalegt mark sem var algjör óþarfi í leik sem þessum. Íslenska liðið bætti við fjórða markinu og afgreiddi verkefnið fagmannlega. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku leikmenninir stóðu sig á móti Liechtenstein í kvöld. Einkunnagjöf Íslands á móti Liechtenstein Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Hafði lítið sem ekkert að gera í þessum leik og var lengstum vel vakandi í markinu, bæði þegar boltinn kom aftur á hann en einnig í nokkrum hættulitlum skotum Liechtenstein. Eyðilagði kvöldið fyrir sér með því að fá mark á sig beint úr hornspyrnu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Góði gamli vindurinn þeyttist upp kantinn allan leikinn. Skoraði laglegt skallamark í byrjun leiks sem létti mikið pressunni af íslenska liðinu. Var alltaf tilbúinn að taka bjóða sig með hlaupum sínum. Getur enn gefið þessu landsliði mikið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Þægilegur dagur á skrifstofunni hjá miðverðinum sem hefur ekki fengið neitt frí þessa viku. Gerði engin mistök og stóð vaktina vel. Vann boltann oft og var skynsamur í sínum ákvörðunum. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Komst ágætlega frá þessum leik. Fékk oft mikið boltann en áttaði sig fljótlega á því að leyfa miðjumönnunum að sjá um löngu sendingarnar fram völlinn. Fékk algjört dauðafæri til að skora sitt fyrsta landsliðsmark í keppnisleik en skaut yfir. Átti að gera miklu betur þar.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var í yfirvinnu að dæla boltanum fyrir og lagði upp fyrsta markið með frábærri fyrirgjöf. Það var ekki mikið álag á honum í varnarleiknum en þeim mun meira að gera í að koma boltanum inn í teig. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 7 Fékk tvö mjög góð skotfæri en hitti því miður ekki markið. Var maðurinn sem braut upp leikinn fyrir íslenska liðið. Gerði oft mjög vel í að færa boltann á milli kanta eins og skapaði tækifæri fyrir Hörð Björgvin Magnússon til að leggja upp fyrsta markið. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Var mikið í boltanum frá fyrstu mínútu og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gerði vel í að halda spilinu gangandi. Átti frábæra fyrirgjöf sem bjó til annað markið. Fór af velli í hálfleik enda búinn að spila tvo heila leiki á síðustu dögum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Birkir skoraði eitt mark en átti jafnvel að skora þrennu. Var stórhættulegur frá fyrstu mínútu og það sást langar leiðir að hann ætlaði sér að skora í þessum leik. Markið hans kom undir lok fyrri hálfleiks eftir klassískt hlaup hans inn í teig en Birkir fékk líka frábært gott færi í teignum í upphafi leiks sem og annað í seinni hálfleik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Tapaði varla návígi eða skallaeinvígi allan leikinn og kórnaði yfirburði sína í loftinu með því að skora laglegt skallamark eftir aukaspyrnu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri vængmaður 7 Gerði mjög vel í að leggja upp annað markið fyrir Birki Bjarnason og var einnig nálægt því að þræða sig í gegnum vörn Liechtenstein í seinni hálfleik. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 6 Komst ágætlega frá sínum fyrsta landsleik. Hélt þremur miðvörðum Liechtenstein við efnið og skapaði með því pláss fyrir aðra leikmenn liðsins. Hefði mátt koma sér í betri færi og nýta betur sitt eina alvöru skotfæri. Vantaði að búa til mark fyrir íslenska liðið. Varamenn: Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Aron Einar á 46. mínútu 7 Kom inná fyrir fyrirliðann í hálfleik en tók stöðu Guðlaugs Victors framar á vellinum því Victor færði sig aftar. Gerði vel í að fiska vítaspyrnu undir lok leiksins. Tók vítið sjálfur og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í meira en átta ár.Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Svein Aron á 63.. mínútu 6 Lét vel finna fyrir sér meðan hann var inn á vellinum og var oft nálægt því að koma sérí góð færi. Skoraði mark en það var réttilega dæmt af.Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu 6 Komst ágætlega frá sínu. Var oft í boltanum og kom að uppbyggingu nokkurra góðra sókna. Fékk gott færi sem hann hefði átt að nýta.Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 72. mínútu Spilaði of lítiðLagði upp þriðja markið úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með laglegum hætti.Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 81. mínútu Spilaði of lítið HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu er komið á blað í undankeppni HM 2022 og undir stjórn Arnars Þórs Viðarssonar eftir öruggan sigur í Liechtenstein í kvöld. Íslenska liðið tók völdin strax og mark snemma létti mikið af pressunni. Eftir töp í fyrstu tveimur leikjununm skiptu stigin þrjú öllu máli og eftir annað markið undir lok fyrri hálfleiks var nokkuð ljóst að þau voru öll á leiðinni til Íslands. Íslenska landsliðið komst í 3-0 en fékk því miður á sig mjög klaufalegt mark sem var algjör óþarfi í leik sem þessum. Íslenska liðið bætti við fjórða markinu og afgreiddi verkefnið fagmannlega. Hér fyrir neðan má sjá hvernig íslensku leikmenninir stóðu sig á móti Liechtenstein í kvöld. Einkunnagjöf Íslands á móti Liechtenstein Byrjunarliðið: Rúnar Alex Rúnarsson, markvörður 4 Hafði lítið sem ekkert að gera í þessum leik og var lengstum vel vakandi í markinu, bæði þegar boltinn kom aftur á hann en einnig í nokkrum hættulitlum skotum Liechtenstein. Eyðilagði kvöldið fyrir sér með því að fá mark á sig beint úr hornspyrnu. Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 8 Góði gamli vindurinn þeyttist upp kantinn allan leikinn. Skoraði laglegt skallamark í byrjun leiks sem létti mikið pressunni af íslenska liðinu. Var alltaf tilbúinn að taka bjóða sig með hlaupum sínum. Getur enn gefið þessu landsliði mikið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður 7 Þægilegur dagur á skrifstofunni hjá miðverðinum sem hefur ekki fengið neitt frí þessa viku. Gerði engin mistök og stóð vaktina vel. Vann boltann oft og var skynsamur í sínum ákvörðunum. Hjörtur Hermannsson, miðvörður 6 Komst ágætlega frá þessum leik. Fékk oft mikið boltann en áttaði sig fljótlega á því að leyfa miðjumönnunum að sjá um löngu sendingarnar fram völlinn. Fékk algjört dauðafæri til að skora sitt fyrsta landsliðsmark í keppnisleik en skaut yfir. Átti að gera miklu betur þar.Hörður Björgvin Magnússon, vinstri bakvörður 7 Var í yfirvinnu að dæla boltanum fyrir og lagði upp fyrsta markið með frábærri fyrirgjöf. Það var ekki mikið álag á honum í varnarleiknum en þeim mun meira að gera í að koma boltanum inn í teig. Jóhann Berg Guðmundsson, hægri vængmaður 7 Fékk tvö mjög góð skotfæri en hitti því miður ekki markið. Var maðurinn sem braut upp leikinn fyrir íslenska liðið. Gerði oft mjög vel í að færa boltann á milli kanta eins og skapaði tækifæri fyrir Hörð Björgvin Magnússon til að leggja upp fyrsta markið. Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 7 Var mikið í boltanum frá fyrstu mínútu og stýrði sóknarleik íslenska liðsins. Gerði vel í að halda spilinu gangandi. Átti frábæra fyrirgjöf sem bjó til annað markið. Fór af velli í hálfleik enda búinn að spila tvo heila leiki á síðustu dögum. Birkir Bjarnason, miðjumaður 8 Birkir skoraði eitt mark en átti jafnvel að skora þrennu. Var stórhættulegur frá fyrstu mínútu og það sást langar leiðir að hann ætlaði sér að skora í þessum leik. Markið hans kom undir lok fyrri hálfleiks eftir klassískt hlaup hans inn í teig en Birkir fékk líka frábært gott færi í teignum í upphafi leiks sem og annað í seinni hálfleik. Guðlaugur Victor Pálsson, miðjumaður 7 Tapaði varla návígi eða skallaeinvígi allan leikinn og kórnaði yfirburði sína í loftinu með því að skora laglegt skallamark eftir aukaspyrnu. Arnór Ingvi Traustason, vinstri vængmaður 7 Gerði mjög vel í að leggja upp annað markið fyrir Birki Bjarnason og var einnig nálægt því að þræða sig í gegnum vörn Liechtenstein í seinni hálfleik. Sveinn Aron Guðjohnsen, framherji 6 Komst ágætlega frá sínum fyrsta landsleik. Hélt þremur miðvörðum Liechtenstein við efnið og skapaði með því pláss fyrir aðra leikmenn liðsins. Hefði mátt koma sér í betri færi og nýta betur sitt eina alvöru skotfæri. Vantaði að búa til mark fyrir íslenska liðið. Varamenn: Rúnar Már Sigurjónsson kom inn á fyrir Aron Einar á 46. mínútu 7 Kom inná fyrir fyrirliðann í hálfleik en tók stöðu Guðlaugs Victors framar á vellinum því Victor færði sig aftar. Gerði vel í að fiska vítaspyrnu undir lok leiksins. Tók vítið sjálfur og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark í meira en átta ár.Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á fyrir Svein Aron á 63.. mínútu 6 Lét vel finna fyrir sér meðan hann var inn á vellinum og var oft nálægt því að koma sérí góð færi. Skoraði mark en það var réttilega dæmt af.Arnór Sigurðsson kom inn á fyrir Jóhann Berg á 63. mínútu 6 Komst ágætlega frá sínu. Var oft í boltanum og kom að uppbyggingu nokkurra góðra sókna. Fékk gott færi sem hann hefði átt að nýta.Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Birki Bjarnason á 72. mínútu Spilaði of lítiðLagði upp þriðja markið úr aukaspyrnu sem hann fiskaði sjálfur með laglegum hætti.Ísak Bergmann Jóhannesson kom inn á fyrir Arnór Ingva á 81. mínútu Spilaði of lítið
HM 2022 í Katar Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Fleiri fréttir „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Óvænt rekinn með símtali rétt áður en Elísabet tók við Forseta FIFA boðið á innsetningu Donald Trump Solskjær: Lét mig vinna launalaust Þróttur fær aðra úr Árbænum Englandsmeistararnir festa kaup á Khusanov Sjá meira