Mygla fannst einnig í Korpuskóla Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 21:57 Korpuskóli hefur staðið ónotaður um hríð. Börn úr Fossvogsskóla voru flutt þangað vegna mygluvanda en nú hefur mygla einnig fundist í Grafarvoginum. Reykjavíkurborg Rakaskemmdir og mygla fannst við úttekt verkfræðistofu á Korpuskóla þangað sem börn úr Fossvogsskóla voru flutt vegna mygluvanda. Unnið verður að viðgerðum á húsnæði Korpuskóla yfir páskana. Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur. Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Vika er frá því að um 350 börn og um fimmtíu starfsmenn Fossvogsskóla hófu störf í Korpuskóla í Grafarvogi til þess að flýja myglu í húsnæðinu í Fossvoginum. Í bréfi sem Ingibjörg Ýr Pálmadóttir, skólastjóri Fossvogsskóla, sendi foreldrum í dag kemur fram að við úttekt verkfræðistofunnar Eflu hafi fundist mygla og rakaskemmdir í Korpuskóla. Af átján sýnum sem voru tekin úr byggingarefnum hafi sjö greinst með mygluvexti en ellefu án myglu. Beðið sé eftir niðurstöðum úr sex sýnum til viðbótar. „Nú þegar hefur hluta af skemmdu byggingarefni verið skipt út og verður áfram unnið að viðgerðum, út frá athugasemdum EFLU, yfir páskana til þess að klára það sem snýr að íverurými nemenda og starfsfólks. Allt rakaskemmt og myglað efni verður fjarlægt og rakaupptök stöðvuð áður en skólastarf hefst að nýju eftir páskafrí og þeim svæðum þar sem ekki tekst að ljúka viðgerðum verður lokað,“ segir í bréfinu. Ljóst sé þó að ekki náist að ljúka öllum viðgerðum sem nauðsynlegar eru og því verði lögð áhersla á það sem brýnast er að gera til að tryggja heilnæmi í skólahúsnæðinu. Skólastjórinn segir að á þriðjudaginn eftir páska muni Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur taka út húsnæðið og fulltrúar EFLU verði á staðnum. Þá verði boðaðir upplýsingafundir vegna framkvæmdanna með þátttöku EFLU, bæði með starfsfólki skólans og foreldrum barna. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að unnið verði að viðgerðum á Korpuskóla yfir páskana. Framkvæmdir muni halda áfram eftir páska við þau atriði sem EFLA telur hægt að vinna á meðan starfsemi er í húsnæðinu og að lokum verði farið í frekari viðgerðir í sumar sem eingöngu sé hægt að vinna eftir að skólaárinu lýkur.
Mygla í Fossvogsskóla Reykjavík Skóla - og menntamál Grunnskólar Tengdar fréttir Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20 Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Bílvelta á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir auglýsingabruðl Isavia með miklum ósköpum Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Sjá meira
Telja skólann myglulausan og enginn hefur kvartað Aldrei hefur greinst mygla í byggingu Korpuskóla og engar kvartanir eða ábendingar borist vegna rakaskemmda eða loftgæða í Korpuskóla frá árinu 2018 þegar leki kom upp í húsinu. 22. mars 2021 16:20
Nemendur Fossvogsskóla hefja nám í Korpuskóla Fossvogsskóli verður sameinaður Korpuskóla á meðan reynt verður að vinna bug á myglu í húsnæðinu. Ríflega 350 nemendur og 50 starfsmenn munu því sækja nám og vinnu í Grafarvogi frá og með næsta þriðjudegi. 19. mars 2021 17:57
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent