Fótbolti

„Aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rúnar Alex Rúnarsson horfir á eftir boltanum í netið eftir hornspyrnu Yaniks Frick.
Rúnar Alex Rúnarsson horfir á eftir boltanum í netið eftir hornspyrnu Yaniks Frick. getty/DeFodi Images

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, var svekktur með markið sem Ísland fékk á sig gegn Liechtenstein í undankeppni HM 2022 í kvöld.

Íslendingar unnu leikinn í Vaduz örugglega, 1-4, og fengu þar með sín fyrstu stig í undankeppninni. 

Yanik Frick skoraði eina mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu á 79. mínútu. Boltinn sveif þá yfir Rúnar Alex Rúnarsson sem byrjaði í marki Íslands í stað Hannesar Þórs Halldórssonar.

„Það er aldrei gaman fyrir lið eða markvörð að fá mark á sig úr horni,“ sagði Arnar á blaðamannafundi eftir leikinn, aðspurður um mark Fricks.

„Ég er ekki búinn að sjá þetta aftur en kannski var þetta bara eitthvað sem gerist einu sinni á ævinni,“ sagði Arnar og bætti við að Frick hefði reynt skot fyrr í leiknum og væri greinilega flinkur spyrnumaður.

Arnar kvaðst ánægður með markverði íslenska liðsins í þessari landsleikjahrinu, líka Ögmund Kristinsson sem sat á bekknum alla þrjá leikina.


Tengdar fréttir

Mikil­vægt að fá fyrstu þrjú stigin

Birkir Bjarnason, einn markaskorara Íslands í 4-1 sigri gegn Liechtenstein, sagði mikilvægast að hafa náð í þrjú stig úr leik kvöldsins.

Umfjöllun: Liechtenstein - Ísland 1-4 | Kærkominn sigur í Vaduz

Ísland vann kærkominn sigur á Liechtenstein, 1-4, þegar liðin áttust við á Rheinpark Stadion í Vaduz í kvöld. Birkir Már Sævarsson, Birkir Bjarnason, Guðlaugur Victor Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson (víti) skoruðu mörk Íslendinga. Yanik Frick skoraði mark Liechtensteina beint úr hornspyrnu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×