Von er á allt að þrjú hundruð manns frá dökk rauðum eða gráum löndum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 1. apríl 2021 13:23 Von er á allt að 300 manns á sóttkvíarhótelið í dag en samkvæmt nýjum reglum sem tóku gildi í dag þurfa farþegar sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á hótelið milli fyrri og seinni sýnatöku. VISIR/VILHELM Fyrstu tveir farþegarnir komu á sóttkvíarhótelið í Reykjavík í morgun, í samræmi við nýjar sóttvarnareglur reglur sem tóku gildi í dag. Samkvæmt reglunum þurfa þeir sem koma hingað til lands frá skilgreindum áhættusvæðum að fara á sóttkvíarhótel á milli fyrri og seinni sýnatöku. Von er á allt að þrjú hundruð manns á sóttkvíarhótelið í dag. Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Farþegarnir tveir komu frá London í morgun með flugi Easy jet. „Það er ekki dökkrautt svæði en þeir höfðu ferðast frá dökkrauðu svæði,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður farsóttarhúsa. Aðeins 12 manns komu með vélinni frá London í morgun. „Í gærkvöldi fengum við töluna 110, að það væru 110 skráðir í flugið en svo komu bara 12,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli sem telur að strangari sóttvarnareglur í landinu hafi áhrif. „Núna á kórónuveiru tímum eru flest flugfélög með sveigjanlega skilmála og það er hægt að breyta og fresta án kostnaðar sem getur líka haft áhrif. Og það eru líka ferðatakmarkanir á Bretlandi og Bretum er bannað að fara í ónauðsynlegar ferðir“ segir Sigurgeir. Von er á fimm flugvélum til lendingar á Keflavíkurflugvelli í dag. Þrjár koma frá skilgreindum áhættusvæðum eða svokölluðum dökk rauðum eða gráum svæðum. Þær koma Hollandi, Svíþjóð og Póllandi. Skömmu eftir hádegi í dag lenti vél frá Frankfurt í Þýskalandi í Keflavík. „Það komu um 130 manns og við erum að taka á móti fólkinu. Ég er ekki klár á því hve stór hluti fer á sóttkvíarhótelið en í síðasta flugi frá Frankfurt var stór hluti farþeganna bólusettur. Þá þurfa þeir einungis að fara í eina sýnatöku og eru lausir í kvöld ef niðurstaðan er neikvæð,“ segir Sigurgeir og bætir við að það bíði rúta fyrir utan Keflavíkurflugvöll sem fer með þá sem þurfa á sóttkvíarhótelið. Tvær vélar lenda á Keflavíkurflugvelli klukkan 15:10 í dag en þær koma frá Stokkhólmi í Svíþjóð og Amsterdam í Hollandi sem eru bæði skilgreind dökkrauð. Sigurgeir veit ekki hve margir verða um borð í vélunum. Þá lendir vél frá Varsjá í Póllandi klukkan klukkan 23:20 í kvöld en það er einnig dökkrautt land.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Hellisheiðin opin en lokað á Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Sjá meira
Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. 1. apríl 2021 12:48