Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2021 12:16 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. 165 manns eru nú á hótelinu. Sumir sýna því skilning að þurfa að dvelja þar á meðan aðrir eru ósáttir. Að minnsta kosti einn hefur flúið hótelið. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir að eitthvað hafi verið um partýstand en að engin hópamyndun hafi átt sér stað. Vísir/Egill Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús. Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi. „Auðvitað er fólk misánægt með það að þurfa að koma og verja sinni sóttkví á sóttkvíarhótelinu en á meðan þetta er í gangi þá held ég að það séu allir að bara að bíða og sjá. Við störfum í samræmi við þessa reglugerð sem okkur er sett og svo kemur framhaldið í ljós,“ segir Gunnlaugur. Sumir telji það kærkomið að þurfa ekki að finna sér stað til sóttkvíar sjálfir á meðan aðrir hefðu kosið að vera heima hjá sér. Eftir því sem fréttastofa kemst næst hafa nú tvær kærur verið lagðar fram til héraðsdóms þar sem þess er krafist að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Þá hefur fréttastofa einnig heimildir fyrir því að að minnsta kosti einn gestur hafi flúið hótelið í gær og verið sóttur af lögreglu í framhaldinu. Sá gestur á yfir höfði sér sektargreiðslu vegna brota á sóttvarnalögum. Eitthvað um partýstand inni á herbergjum Gunnlaugur getur ekki tjáð sig um það. Aðspurður segir hann að fólk megi ekki fara út, megi ekki fara á milli herbergja, né hafa herbergishurðir opnar, þó dæmi séu um að fólk hafi virt það að vettugi. „Í einhverjum tilfellum er það bara óumflýjanlegt, það eru kannski fjölskyldur sem eru í tveimur samliggjandi herbergjum og þurfa að fara þannig á milli en svo hafa auðvitað einhverjir verið að freistast til þess að vera á ferðinni en það hefur bara verið rætt við þá aðila þegar það hefur komið upp og flestir hafa bara sýnt því skilning.“ Gestur á hótelinu sagði í samtali við fréttastofu að leysa hafi þurft hóp sem hugðist gera sér glaðan dag, en hópurinn tengist og kom saman á hóteli. Gunnlaugur Bragi vill þó ekki meina að það hafi verið raunin. Hefur verið eitthvað partýstand á fólki? „Það er auðvitað bara eins og gengur. Ég held að fólk hafi ýmsar leiðir til að láta tímann líða, en það hefur ekki dreift úr sér eða neitt slíkt. Fólk hefur bara sinn hátt á þessu á sínum herbergjum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira