U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem hafa dvalið síðustu daga á sóttkvíarhótelinu Fosshóteli eftir að liðið spilaði á Evrópumótinu í Ungverjalandi í síðustu viku.
Þrátt fyrir að þjálfari liðsins virtist allt annað en sáttur með veruna á Twitter hefur liðstjórinn Ágúst Valsson lýst yfir á Facebook að hann ætli að taka þetta á jákvæðu nótunum. Hann lýsir örstuttum göngutúrum í gær. Þá er hann hæst ánægður með að fá skyrboost í dag og ætlar svo að eyða deginum í Enska boltann. Þó tekur hann fram að það verði engin útivera leyfð í dag.
Nú dvelja 165 manns á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í Reykjavík. Hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í fyrradag en þá var farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum löndum gert að dvelja á hótelinu en talsvert færri eru á hótelinu en búist var við, því langflestir afbókuðu ferð sína eftir að reglur um skyldusóttkví á hótelinu tóku gildi. Tveir gestir hótelsins hafa greinst með kórónuveirusmit og báðir verið fluttir í farsóttahús.
Efasemdir hafa verið uppi um lögmæti sóttkvíarhótelsins en Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir langflesta hafa tekið dvöl sinni á hótelinu með skilningi.
Dagur 2 Enski boltinn í allan dag love it Hádegishressing í boði theskyrfactory Hlakka til kvöldmatarins ps. engin útivera í dag
Posted by Gústi Vals on Saturday, April 3, 2021