RAX Augnablik: „Ég hef aldrei séð hákarl rjúka svona hratt í burtu“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. apríl 2021 07:01 Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur að störfum í Indónesíu. RAX „Sprengingin þegar eyjan sprakk heyrðist í þrjú þúsund kílómetra fjarlægð og hljóðbylgjan fór sjö hringi í kringum jörðina,“ segir Ragnar Axelsson um Krakatá eyjan sprakk upp 27. ágúst árið 1883. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af okkar virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka hvað hafi átt sér stað. Ragnar Axelsson ljósmyndari og Árni Johnsen fengu að slást með í för. „Þarna var svolítið sérstakt líf, það er eiginlega allt eitrað þarna,“ rifjar ljósmyndarinn upp um þessa ævintýraferð í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Í frumskóginum var alveg myrkur. Það var um hábjartan dag og það var svarta myrkur. Þarna voru köngulær, snákar og kyrkislöngur. Maður einhvern veginn vandist þessu, maður var hættur að vera hræddur við þetta.“ RAX líkir aðstæðunum þarna við að vera inni í gufubaði, hitinn og rakinn var svo mikill. „Það var erfitt að ná andanum en samt varð maður að höggva sér leið út, það var eins og það væri verið að sjúga úr manni lífið.“ Frásögnina af þessu ævintýri þeirra má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hákarlar, leðurblökur, risamarglittur, eitraðir snákar og sjóræningjar koma þar við sögu. RAX Augnablik eru örþættir sem birtast alla sunnudaga hér á Vísi og fara samhliða því á Stöð 2+ efnisveituna. Klippa: RAX Augnablik - Krakatá, eyjan sem sprakk Þetta var ekki eina ævintýri ljósmyndarans á hættulegum slóðum ferlinum, eins og fram hefur komið í þáttunum RAX Augnablik síðustu mánuði. Ragnar Axelsson kemur sér nefnilega oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og hér fyrir neðan má finna nokkur fleiri dæmi um það. RAX hefur alltaf haft mjög gaman að því að taka myndir í vondu veðri. Hann hefur meðal annars náð mögnuðum myndum í Piteraq jökulstormum sem skella oft á yfir vetrartímann á austurströnd Grænlands. Það er þó ákveðin áhætta í því að mynda við svona erfiðar aðstæður eins og hann segir frá í þættinum Jökulstormur. Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar skotið var á þá um miðja nótt. Hann sagði frá þessu atviki í þættinum Af draugum og halastjörnum. Eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er annað gott dæmi um það þegar ljósmyndarinn kemur sér í hættulegar aðstæður. RAX segir söguna af eldingaveiðum sínum í þessum þætti. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi. RAX Ljósmyndun Indónesía Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur og einn af okkar virtari vísindamönnum í heiminum, fór ásamt tveimur erlendum vísindamönnum árið 1990 til að rannsaka hvað hafi átt sér stað. Ragnar Axelsson ljósmyndari og Árni Johnsen fengu að slást með í för. „Þarna var svolítið sérstakt líf, það er eiginlega allt eitrað þarna,“ rifjar ljósmyndarinn upp um þessa ævintýraferð í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. „Í frumskóginum var alveg myrkur. Það var um hábjartan dag og það var svarta myrkur. Þarna voru köngulær, snákar og kyrkislöngur. Maður einhvern veginn vandist þessu, maður var hættur að vera hræddur við þetta.“ RAX líkir aðstæðunum þarna við að vera inni í gufubaði, hitinn og rakinn var svo mikill. „Það var erfitt að ná andanum en samt varð maður að höggva sér leið út, það var eins og það væri verið að sjúga úr manni lífið.“ Frásögnina af þessu ævintýri þeirra má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Hákarlar, leðurblökur, risamarglittur, eitraðir snákar og sjóræningjar koma þar við sögu. RAX Augnablik eru örþættir sem birtast alla sunnudaga hér á Vísi og fara samhliða því á Stöð 2+ efnisveituna. Klippa: RAX Augnablik - Krakatá, eyjan sem sprakk Þetta var ekki eina ævintýri ljósmyndarans á hættulegum slóðum ferlinum, eins og fram hefur komið í þáttunum RAX Augnablik síðustu mánuði. Ragnar Axelsson kemur sér nefnilega oft í hættulegar aðstæður þegar hann reynir að ná ákveðnum myndum eða sjónarhornum og hér fyrir neðan má finna nokkur fleiri dæmi um það. RAX hefur alltaf haft mjög gaman að því að taka myndir í vondu veðri. Hann hefur meðal annars náð mögnuðum myndum í Piteraq jökulstormum sem skella oft á yfir vetrartímann á austurströnd Grænlands. Það er þó ákveðin áhætta í því að mynda við svona erfiðar aðstæður eins og hann segir frá í þættinum Jökulstormur. Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Á Grænlandi myndaði hann meðal annars Hale-Bopp halastjörnuna frægu. RAX var svo að mynda í litlu þorpi ásamt vini sínum þegar skotið var á þá um miðja nótt. Hann sagði frá þessu atviki í þættinum Af draugum og halastjörnum. Eldgosið í Grímsvötnum árið 2011 er annað gott dæmi um það þegar ljósmyndarinn kemur sér í hættulegar aðstæður. RAX segir söguna af eldingaveiðum sínum í þessum þætti. Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.
RAX Ljósmyndun Indónesía Tengdar fréttir Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00 RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01 RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Martraðir, óráð og eftirköst Covid-19 „Það er eins og mannkynið hafi í fyrsta skiptið í sögunni sameinast, við höfum eignast sameiginlegan óvin,“ segir Jón Ársæll Þórðarson sem veiktist illa af Covid-19. 3. apríl 2021 07:00
RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“ „Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. 31. mars 2021 06:01
RAX Augnablik: Forvitnin varð þeirra banabiti „Ég þekkti engan og var svona að kynnast mönnum og finna út hverja væri best að tala við. Ole var vinalegur og við urðum ágætis vinir. Hann var mjög góður maður,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson um Ole Nyelsen. 21. mars 2021 07:01