Upplýsingar Íslendinga í stórum gagnaleka hjá Facebook Eiður Þór Árnason skrifar 4. apríl 2021 00:22 Gagnaöflun Facebook um notendur sína gerir fyrirtækið gjarnan að skotmarki netþrjóta sem vilja ólmir komast yfir persónuupplýsingar almennings. Getty/Hakan Nural Persónuupplýsingar 533 milljóna notenda Facebook frá 106 löndum hafa verið birtar á netinu. Í gögnunum má meðal annars finna nöfn, símanúmer, staðsetningagögn, fæðingardaga og netföng. Þar er ekki að finna lykilorð eða skilaboð. Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021 Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira
Gagnasafnið hefur verið birt á umræðuvettvangi hakkara en að sögn dreifingaraðilans má þar finna upplýsingar um 31.343 notendur Facebook á Íslandi. Öryggissérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að persónuupplýsingarnar verði notaðar af netglæpamönnum til að reyna að villa á sér heimildir og svindla á fólki. Í yfirlýsingu frá Facebook segir að um sé að ræða gamlan gagnaleka sem fyrst hafi verið greint frá árið 2019. Fyrirtækið segist þá hafa rakið lekann til hugbúnaðargalla í kerfum Facebook sem sé nú búið að lagfæra. Þó sé erfitt að hafa hemil á dreifingu upplýsinganna eftir að þær sleppa úr fórum samfélagsmiðlarisans. Gríðarlegt magn gagna Alon Gal, yfirmaður tæknimála hjá netöryggisfyrirtækinu Hudson Rock, tilkynnti birtingu gagnanna á laugardag. Hann segir á Twitter að óvenjulegt sé að hakkarar dreifi stórum gagnasöfnum úr lekum víða þar sem markmiðið sé gjarnan að reyna að selja aðgang að gögnunum sem lengst. Á endanum komist þó slík gagnasöfn gjarnan í hendurnar á aðilum sem ákveði að birta þau öðrum að endurgjaldslausu og það sé líklega staðan sem sé nú upp komin. Gal segir að fyrst núna sé hægt að átta sig á heildarumfangi gagnalekans sem átti sér stað hjá Facebook árið 2019 og ástæða sé til að hafa miklar áhyggjur af því að gögnin séu komin í mikla dreifingu. Business Insider var með fyrstu miðlunum til að greina frá birtingu gagnanna og hefur tekist að sannreyna að fjöldi símanúmera og netfanga tilheyri í raun þeim Facebook notendum sem þau eru tengd í gagnasafninu. Details include:Phone number, Facebook ID, Full name, Location, Past Location, Birthdate, (Sometimes) Email Address, Account Creation Date, Relationship Status, Bio.Bad actors will certainly use the information for social engineering, scamming, hacking and marketing.— Alon Gal (Under the Breach) (@UnderTheBreach) April 3, 2021
Netöryggi Persónuvernd Samfélagsmiðlar Facebook Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Sjá meira