Tólf einstaklingar undir í fimm málum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 4. apríl 2021 18:30 Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. VILHELM Þinghald stendur enn yfir í máli sóttvarnalæknis og gesta sóttkvíarhótels sem krefjast þess að vistuninni verði aflétt tafarlaust. Ákvörðun var tekin um að loka þinghaldi á seinustu stundu að ósk eins lögmanna. Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Fyrirtaka í málinu hófst í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Í fyrstu leit út fyrir að þinghald yrði opið og höfðu fjölmiðlamenn komið sér fyrir í salnum þegar Reimar Pétursson, einn lögmannana, fór fram á að þinghald yrði lokað og var sammælst um það. Þrjár kröfur gesta á sóttkvíarhótelinu voru teknar fyrir í dag en þeir krefjast þess vistuninni verði aflétt tafarlaust. Kröfur tveggja fjölskyldna til viðbótar bættust við í dag og verður þær til meðferðar síðar. Alls eru tólf einstaklingar undir í málunum fimm að sögn Ómars R. Valdimarssonar, lögmanns. Lögmenn gesta á hótelinu telja að ekki sé næg lagastoð fyrir því að skylda fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli hafi það önnur úrræði. Kröfugerð sóttvarnalæknis barst héraðsdómi á hádegi í dag. Þórólfur Guðnason ítrekaði mikilvægi sóttvarnaraðgerða í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. „Ég bara bendi á að þungamiðjan í þessu máli og fókusinn eru sóttvarnarsjónarmið en ekki endilega lögfræðihlutinn þó hann verði auðvitað að vera í lagi. Við erum að reyna að koma í veg fyrir smit hingað inn með öllum tiltækum ráðum sem við getum og koma þannig í veg fyrir að við fáum faraldur innanlands á meðan við erum að reyna að ná útbreiddari þátttöku í bólusetningu,“ sagði Þórólfur. Þá veltir hann upp ábyrgð sóttvarnalæknis. „Það voru smá umræður um þetta í gær hvort það væri ráðuneytið eða sóttvarnalæknir og niðurstaðan var þessi, að það væri sóttvarnalæknir sem þyrfti að leggja fram þessa kröfugerð. Þetta er tilgreint svona í sóttvarnarlögum og reyndar kemur þetta líka fram í reglugerðinni.“ „En jújú ég tek alveg undir það. Mér finnst alveg sérkennilegt að sóttvarnalæknir þurfi að svara fyrir reglugerð ráðuneytisins en svona er þetta nú bara og ég tek því bara eins og öðru,“ sagði Þórólfur. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dómsmál Tengdar fréttir Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06 Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3. apríl 2021 23:06
Allt annað en sáttur við páskadvöl á sóttvarnahótelinu Þjálfari í 21 árs landsliðsteymi Íslands er ekki par ánægður með að þurfa að dúsa í sóttvarnarhúsi yfir páskana. Leiguvél Icelandair með karlaliðin, A-liðið og 21 árs liðið, lenti á Keflavíkurflugvelli í kvöld. Hlutskipti leikmanna, þjálfara, starfsfólks og fjölmiðlamanna voru æði ólík við komuna eftir því hvoru teyminu fólk tilheyrði. 2. apríl 2021 00:59