Flestir sýni stöðunni skilning en útgöngubann reynist mörgum þungbært Vésteinn Örn Pétursson skrifar 5. apríl 2021 12:05 Fosshótel Reykjavík er notað sem sóttkvíarhótel. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Tvö hundruð og tuttugu manns dvöldu á sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Í morgun bættist einn gestur við á hótelinu, en sá hafði komið frá skilgreindu hááhættusvæði í gegn um London. Upplýsingafulltrúi Rauða krossins segir flesta gesti sýna stöðunni skilning. Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Gunnlaugur Bragi Björnsson, upplýsingafulltrúi Rauða krossins, segir erfitt að leggja mat á hversu margir flugfarþegar verði skikkaðir til dvalar á hótelinu í dag. Í dag eru þrjú flug áætluð hingað til lands. Frá Stokkhólmi, Kaupmannahöfn og Barcelona. Af þessum þremur er Stokkhólmur eina borgin sem skilgreind er inni á hááhættusvæði. Gunnlaugur segir þá brögð að því að fólk sé ósátt við að vera skikkað til að taka út sína sóttkví á hótelinu, þegar það hafi í önnur hús að venda. Starfsfólk sýni því skilning. „En á móti finnst mér okkar gestir langflestir vera að sýna stöðunni líka skilning, og okkar starfsfólki. Við vitum að margir eru kannski ósáttir, en flestir eru yfirvegaðir og vilja bara gera gott úr þessu saman.“ Eitt tilvik hefur verið tilkynnt til lögreglu, þar sem gestur á hótelinu ákvað að yfirgefa hótelið. Gunnlaugur segir það mál vera á borði lögreglu. Hann segir þá að umræða síðustu daga, um mögulegt ólögmæti þess að skikka fólk til sóttkvíar á hótelinu hafi ekki haft teljandi áhrif á starfsfólk. Hann segir þó að gott verði að fá úr því skorið hvort reglugerðin sem starfsemi hótelsins byggir á standist lög. Opnanlegir gluggar en engin útivera Gunnlaugur áréttar að hægt sé að opna glugga hótelherbergjanna, þrátt fyrir orðróm um annað. „Það er alrangt. Ég efast einhvern veginn um að þetta væri fjögurra stjörnu hótel ef gluggar í herbergjum væru ekki opnanlegir.“ Tekið hefur verið fyrir alla útivist gesta á hótelinu, en óljóst var í fyrstu hvort reglugerðin heimilaði útivist gesta eða ekki. Gunnlaugur segir það hafa reynst mörgum gestum erfitt að fá ekki að fara í stuttar gönguferðir, líkt og leyfilegt er þegar fólk er í heimasóttkví. „Menn töldu að um þessa sóttkví myndi gilda það sama og um heimasóttkví. Að fólk hefði frelsi til að fara í stutta göngutúra. Svo í rauninni þegar túlkun á reglugerðinni frá heilbrigðisráðherra lá fyrir, þá tekur hún alveg fyrir að fólk í sóttvarnarhúsi fari út fyrir hússins dyr meðan á sóttkví stendur," segir Gunnlaugur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28 Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14 Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Vilja ekki dvelja á sóttkvíarhótelinu með þriggja mánaða barn sitt Hjón með þriggja mánaða gamalt barn eru á meðal þeirra sem hafa leitað til lögmanns í því skyni að bera ákvörðun stjórnvalda um skyldudvöl þeirra á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni undir dómstóla. 4. apríl 2021 14:28
Hvorki heimild né vilji til þess að hindra för fólks Ein tilkynning hefur verið send til lögreglu vegna einstaklings sem ákvað að yfirgefa sóttkvíarhótelið í Þórunnartúni, þar sem fólki er gert að dvelja eftir komuna til landsins. Það heyrir til undantekninga að fólk vilji yfirgefa hótelið að sögn upplýsingafulltrúa Rauða krossins, sem segir heilt yfir hafa gengið mjög vel að taka á móti gestum. 4. apríl 2021 14:14
Sumir lagt á flótta á meðan aðrir djamma Dæmi eru um að fólk hafi lagt á flótta úr sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. Óánægju virðist gæta á meðal gesta og hafa tveir lagt fram kæru til héraðsdóms. 3. apríl 2021 12:16