Samkvæmt Sky á Ítalíu hefur Zlatan sagt já við nýjum samningi við Mílanóliðið og hafi hann mikinn áhuga á að vera áfram í herbúðum félagsins.
Reiknað er með að hann skrifi undir nýja samninginn á næstu sjö til tíu dögum en núverandi samningur hans við ítalska liðið rennur út í sumar.
Ibrahimovic mun þéna um sjö milljónir evra á ári en það er sama og hann hefur þénað á þessari leiktíð.
Hann hefur skorað fimmtán mörk á leiktíðinni eftir að hann snéri aftur til Mílanóliðsins eftir fimm ára fjarveru.
Hinn 39 ára Zlatan er því hvergi nærri hættur og hélt meðal annars Mílanóliðinu á lífi í titilbaráttunni lengi vel.
Zlatan Ibrahimovic is set to sign a one-year contract extension at AC Milan.
— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 5, 2021

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.