Morgunblaðið vitnar í yfirlýsingu frá Halldóri.
Þar ku segja málið hafi þegar vakið athygli og að hann, sem hluthafi, hafi hagsmuni af því að fyrirtækin geti haldið áfram að vaxa og dafna.
Samkvæmt Morgunblaðinu segir Halldór félögin hafa sýnt sér „fordæmalausa hörku“ en sama dag og málið komst í fjölmiðla hafi verið setið fyrir honum fyrir utan World Class í Smáralind, þar sem honum hafi verið afhent uppsagnarbréf og stefna.