Erlent

Ætla ekki að taka þátt í Ólympíu­leikunum vegna kórónu­veirunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa haldið því fram að kórónuveiran finnist ekki í landinu.
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa haldið því fram að kórónuveiran finnist ekki í landinu. epa/KCNA

Norður-Kórea ætlar ekki að senda lið á Ólympíuleikana sem haldnir verða í Tókýó, höfuðborg Japans, í sumar. Breska ríkisútvarpið segir að norðanmenn gefi þá ástæðu að ekki sé óhætt að senda bestu íþróttamenn landsins til Japans vegna kórónuveirufaraldursins.

Ákvörðunin er mörgum vonbrigði en nágrannar þeirra í Suður-Kóreu munu til að mynda hafa vonast eftir því að leikarnir myndu bæta samskipti ríkjanna tveggja, sem hafa verið sérstaklega stirð undanfarin misseri. 

Yfirvöld í Norður-Kóreu halda því fram að engin tilfelli kórónuveirunnar hafi fundist í landinu, sem sérfræðingum finnst þó afar ólíklegt. 

Norður-Kórea er fyrsta ríkið sem ákveður að sniðganga leikanna, sem upphaflega átti að halda í fyrra, en var frestað vegna heimsfaraldursins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×