Enginn Sancho eða Lingard á EM ef Neville eða Carragher fengu að ráða Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 08:30 Þessir tveir eru ekki á leiðinni á EM ef Gary Neville og Jamie Carragher hafa rétt fyrir sér. Nick Potts/Getty Images Í Monday Night Football í gærkvöld fóru þeir Gary Neville og Jamie Carragher yfir hvaða 23 leikmenn þeir vilja sjá fara á Evrópumótið í knattspyrnu í sumar fyrir Englands hönd. Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi. Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Venjulega fara sparkspekingarnir, og fyrrverandi atvinnumennirnir, Neville og Carragher yfir leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni sem og það helsta sem gerðist í umferðinni sem var að klárast. Í gær fóru þeir hins vegar einnig yfir enska landsliðið og hvaða leikmenn þeim finnst eiga skilið að fara á EM í sumar. Bæði Neville og Carragher eru fyrrverandi enskir landsliðsmenn og fóru á nokkur stórmótin á sínum tíma.Carragher lék 38 landsleiki fyrir England og fór á EM 2004, HM 2006 og HM 2010. Neville lék 85 leiki, fór á þrjú Evrópumót og tvær heimsmeistarakeppnir. Þá var hann aðstoðarþjálfari enska landsliðsins sem fór á EM 2012 og HM 2014. Athygli vekur að hvorugur þeirra valdi Jadon Sancho [Borussia Dortmund] eða Jesse Lingard [West Ham United, á láni frá Man Utd]. Sancho hefur verið frábær undanfarið með Dortmund þrátt fyrir slæma byrjun á tímabilinu. Lingard hefur gengið í gegnum endurnýjun lífdaga hjá West Ham og er einn heitasti leikmaður deildarinnar. They agreed on most... After much debate, @GNev2 and @Carra23 picked their #Euro2020 England squads on Monday Night Football — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 6, 2021 Þó lið þeirra hafi í grunninn verið mjög lík þá voru nokkrir hlutir sem þessir fyrrum leikmenn Manchester United og Liverpool voru ekki sammála um. Neville vildi til að mynda taka átta varnarmenn með á meðan Carragher valdi níu í sitt lið. Fyrstu sjö voru eins en á meðan Neville vildi sjá Eric Dier [Tottenham Hotspur] fara með þá valdi Carragher þá Conor Coady [Wolves] og Reece James [Chelsea]. Sá síðarnefndi var valinn á kostnað Mason Greenwood [Manchester United] en hann var í hópnum sem Neville valdi. Þeir 23 leikmenn sem Gary Neville vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports Þá voru þeir ekki sammála hver ætti að vera sjötti og síðasta miðjumaður liðsins. Neville vildi taka James Ward-Prowse [Southampton] á meðan Carragher vildi taka hinn unga Jude Bellingham [Dortmund] með. Kalvin Phillips [Leeds United] var í báðum leikmannahópum og ljóst að þeir sjá hann fyrir sér í öðrum af tveimur stöðum á miðjunni ef Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins, heldur sig við 3-4-3 leikkerfi sitt. Þá var Jack Grealish [Aston Villa] einnig í báðum leikmannahópunum þó hann sé meiddur sem stendur og í raun óvíst hvort Southgate treysti honum á stóra sviðinu. Þeir 23 leikmenn sem Jamie Carragher vill sjá fara á EM í sumar.Sky Sports England verður í D-riðli á EM í sumar ásamt Króatíu, Skotlandi og Tékklandi.
Fótbolti Enski boltinn EM 2020 í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað Handbolti LeBron fær Barbie dúkku af sér Körfubolti „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ Körfubolti „Stelpurnar hafa mátt þola margt ósanngjarnt“ Handbolti „Orkan allt önnur og viðbrögð við mótlæti allt önnur“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Körfubolti Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Fleiri fréttir Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti