Boogie fær nýtt tækifæri í borg englanna Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 6. apríl 2021 09:00 DeMarcus Cousins hefur samið við Los Angeles Clippers til skamms tíma. Carmen Mandato/Getty Images Miðherjinn DeMarcus „Boogie“ Cousins skrifaði í gær undir tíu daga samning við Los Angeles Clippers í NBA-deildinni. Cousins hefur ekki spilað síðan í febrúar er Houston Rockets losaði hann undan samningi. Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira
Boogie lék aðeins 25 leiki með Houston Rockets áður en félagið ákvað að borga hann út. Hann getur því samið við annað lið í deildinni og virðist nú eiga að leysa miðherja vandræði Los Angeles Clippers. Welcome, @boogiecousins! pic.twitter.com/6ewi1rGcK9— LA Clippers (@LAClippers) April 5, 2021 Hinn þrítugi miðherji var á árum áður einn sá besti í deildinni og hefur til að mynda fjórum sinnum verið valinn í Stjörnuleik NBA-deildarinnar. Hann hefur glímt við erfið meiðsli á undanförnum árum og ekki náð að sýna sínar bestu hliðar. Hann fær nú tækifæri til þess í frábæru Clippers liði sem inniheldur ofurstjörnurnar Kawhi Leonard og Paul George að ógleymdum Rajon Rondo. Í 25 leikjum fyrir Houston á þessari leiktíð var Cousins með að meðaltali 9.6 stig, 7.6 fráköst og 2.4 stoðsendingar. Þá spilaði hann að meðaltali 20 mínútur í leik. Á ferli sínum í NBA-deildinni hefur Cousins spilað samtals 590 leiki fyrir Sacramento Kings, New Orleans Pelicans, Golden State Warriors og Houston Rockets. Þar er meðaltal hans töluvert hærra eða 20.8 stig í leik, 10.7 fráköst og 3.2 stoðsendingar. Boogie samdi við Los Angeles Lakers í júlí 2019 en hann sleit skömmu síðar krossband í hné og lék ekkert með liðinu. Nú fær hann annað tækifæri til að láta ljós sitt skína í borg Englanna. Los Angeles Clippers eru sem stendur í 3. sæti Vesturdeildarinnar með 33 sigra og 18 töp til þessa. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Hrun Tindastóls kvenna hélt áfram á móti fallliðinu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 105-96 | Sjöundi sigur Njarðvíkinga í röð Haukakonur einu stóru skrefi nær deildarmeistaratitlinum NBA stjarnan Dončić kemur ekki til Íslands: „Fáum hann heim seinna“ Pólland valdi Ísland með sér á EM: Lægri reikningur og betri aðstaða LeBron fyrstur í fimmtíu þúsund stigin: „Þetta eru helvíti mörg stig“ „Maður er svo trúgjarn, maður trúir á deja vu“ Uppgjör: Stjarnan-Hamar/Þór 72-78 | Þrenna hjá Beeman í mikilvægum sigri Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Sjá meira