Þórólfur og Svandís mæta á fund eftir úrskurð héraðsdóms Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. apríl 2021 08:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir munu mæta á fund velferðarnefndar alþingis klukkan tíu. Á fundinum verða rædd næstu skref í sóttvarnaaðgerðum eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í gær að ríkinu væri óheimilt að skikka fólk til vistar á sóttkvíarhóteli. Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurði héraðsdóms, sem Vísir hefur gert ítarleg skil, að sóttvarnalæknir hafi gengið lengra en lög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnahúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. Þrátt fyrir niðurstöðuna hvetja stjórnvöld gesti í sóttvarnahúsi til að ljúka dvöl sinni þar. Þeir sem hafi viðunandi aðstöðu til að ljúka sóttkví annars staðar megi þó hverfa þangað. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar.Vísir/vilhelm Fundurinn í velferðarnefnd er fjarfundur og hefst eins og áður segir klukkan tíu. Auk Svandísar og Þórólfs verða þar hinir ýmsu lögspekingar, að sögn Helgu Völu Helgadóttir, formanns velferðarnefndar. Hún gerir ráð fyrir að fundurinn standi fram yfir hádegi. Staðan á öðrum fundahöldum Enginn ríkisstjórnarfundur verður haldinn í dag eins og venjan er á þriðjudögum. Ákveðið var fyrir nokkru síðan að fresta fundinum, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ekki er ráðgert annað en að næsti ríkisstjórnarfundur verði haldinn á föstudag. Þá verður hefðbundinn upplýsingafundur um stöðu kórónuveirufaraldursins haldinn í dag. Fundur viðbragðsaðila um ástandið á gosstöðvunum er hins vegar staðfestur nú klukkan níu en þangað til, hið minnsta, verður svæðið áfram lokað almenningi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39 Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05 Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49 Mest lesið Órói mældist við Torfajökul Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Innlent Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Fleiri fréttir Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Sjá meira
Þórólfur segir úrskurðinn mikil vonbrigði fyrir íslenska þjóð „Staðan er náttúrulega þannig að það eru mikil vonbrigði þessi niðurstaða, finnst mér, fyrir íslenska þjóð að fá þennan dóm.“ Þetta segri Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir um niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur frá í gær. Hann ræddi við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun, þar sem hann sagðist vilja að lögum yrði breytt. 6. apríl 2021 08:39
Rýnt í úrskurðinn: Reglugerðin gekk lengra en lög heimiluðu Sóttvarnalæknir gekk lengra en sóttvarnalög heimiluðu með því að skikka fólk sem sannarlega hafði í hús að vernda hér á landi til að sæta fimm daga sóttkví í til þess gerðu sóttvarnarhúsi. Til þess skorti reglugerð heilbrigðisráðuneytisins lagastoð. 6. apríl 2021 01:05
Fólk hefur reynt að láta sækja sig upp á sóttkvíarhótel Borið hefur á því að fólk á sóttkvíarhótelinu, sem taldi sig geta lokið sóttkví í heimahúsi, hafi reynt að láta vini eða ættingja sækja sig á hótelið. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði í dag að þeir sem hefðu aðstöðu til að ljúka sóttkví á heimili sínu mættu það og væri ekki skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli. 5. apríl 2021 22:49