Lækkun á nýgengi krabbameina fyrripart árs 2020 vegna Covid-19 Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. apríl 2021 12:55 „Vegna aukinnar greiningarvirkni seinni hluta ársins 2020 var uppsafnað nýgengni greindra krabbameina hið sama árið 2020 og meðaltal áranna 2017-2019,“ segir í greininni. Í samanburði við meðaltal áranna 2017 til 2019 varð lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí 2020. Þetta kemur fram í aðsendri grein í Læknablaðinu en höfundar telja líklegt að þetta megi rekja til faraldurs SARS-CoV-2. „Á Íslandi varð um 17% lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí um leið og mjög miklar samkomutakmarkanir voru á landinu í fyrstu bylgju COVID-19-heimsfaraldursins. Á þessu tímabili beindi til dæmis heilsugæslan þeim upplýsingum til fólks að hafa samband í gegnum síma eða netið en ekki koma beint á heilsugæsluna,“ segir í greininni. Þar segir að lækkunin hafi verið mest áberandi fyrir krabbamein í húð, brjóstum og ristli en það beri að hafa varann á, þar sem aðeins 142 krabbameinstilfelli greinist á mánuði að meðaltali. Í svo lágum tölum gæti mjög áhrifa tilviljanasveifla og ekki síst fyrir einstök krabbamein. „Þó að tilviljanasveiflur gætu mögulega skýrt ofanskráða lækkun nýgengnis má reikna með því að færri hafi leitað til heilbrigðisþjónustunnar vegna faraldursins og þar með færri farið til dæmis í ristilspeglun. Einnig var gert hlé á lýðgrunduðum brjósta- og leghálskrabbameinsskimunum á Norðurlandi frá 10. mars og lá skimunin niðri á öllu landinu frá 24. mars til 4. maí. 2020,“ segir einnig í greininni. Höfundarnir; Helgi Birgisson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Runólfur Pálsson og Laufey Tryggvadóttir, segja líklega mega þakka skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í sóttvarnaraðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum. „Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega.“ Greinin í Læknablaðinu. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
„Á Íslandi varð um 17% lækkun á nýgengi krabbameina í mars, apríl og maí um leið og mjög miklar samkomutakmarkanir voru á landinu í fyrstu bylgju COVID-19-heimsfaraldursins. Á þessu tímabili beindi til dæmis heilsugæslan þeim upplýsingum til fólks að hafa samband í gegnum síma eða netið en ekki koma beint á heilsugæsluna,“ segir í greininni. Þar segir að lækkunin hafi verið mest áberandi fyrir krabbamein í húð, brjóstum og ristli en það beri að hafa varann á, þar sem aðeins 142 krabbameinstilfelli greinist á mánuði að meðaltali. Í svo lágum tölum gæti mjög áhrifa tilviljanasveifla og ekki síst fyrir einstök krabbamein. „Þó að tilviljanasveiflur gætu mögulega skýrt ofanskráða lækkun nýgengnis má reikna með því að færri hafi leitað til heilbrigðisþjónustunnar vegna faraldursins og þar með færri farið til dæmis í ristilspeglun. Einnig var gert hlé á lýðgrunduðum brjósta- og leghálskrabbameinsskimunum á Norðurlandi frá 10. mars og lá skimunin niðri á öllu landinu frá 24. mars til 4. maí. 2020,“ segir einnig í greininni. Höfundarnir; Helgi Birgisson, Hólmfríður Hilmarsdóttir, Runólfur Pálsson og Laufey Tryggvadóttir, segja líklega mega þakka skynsamlegum viðbrögðum stjórnvalda og góðri þátttöku almennings í sóttvarnaraðgerðum að faraldrinum var haldið í skefjum. „Þar með var samfélaginu gert kleift að bjóða þegnum sínum upp á þá nauðsynlegu heilbrigðisþjónustu sem þarf til að greina krabbamein tímanlega.“ Greinin í Læknablaðinu.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira