Fólk ætti þannig að geta náð góðum hljóðgæðum í símtölum og á Zoom vinnufundum án þess að þurfa að taka af sér grímuna. Er þetta hans framlag í faraldrinum, að fólk geti haldið flottum stíl án þess að fórna örygginu á sama tíma.
Will.i.am kynnti hönnun sína á samfélagsmiðlum með „Segðu halló við framtíðina“ og „Framtíðin er núna.“
Black Eyed Peas meðlimurinn fékk búningahönnuðinn Jose Fernandez með sér í verkefnið og verkfræðifyrirtækið Honeywell. Gríman á að hafa einstaka tækni til að draga úr umhverfishljóðum. Í samtali við People segir Will.i.am að innblásturinn hafi komið frá hversdagslegum vandamálum tengdum grímunotkun eins og móða á gleraugum og óskýr símasamtöl.
„Þú gætir hvíslað á hjóli á Zoom og allir myndu heyra fullkomlega í þér því að við lokum á vindinn og við lokum hávaða og við lokum á sýklana.“
Grímurnar hafa mjög einstakt útlit og verður forvitnilegt að sjá hvort þær nái vinsældum. Hann segir að grímurnar verði á svipuðu verði og Airpods pro heyrnatólin eða aðeins dýrari. Þær fara í sölu þann 8. apríl.