Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 15:12 Svona var staðan á gosstöðvunum í gærkvöldi. Sannkölluð sýning fyrir augað. Vísir/Vilhelm Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40