Spennt að sjá hvað Sveindís Jane hefur fram að færa Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. apríl 2021 07:00 Það er búist við miklu af Sveindísi Jane í Svíþjóð. vísir/vilhelm Það styttist í að sænska úrvalsdeildin í knattspyrnu fari af stað og það er ljóst að sparkspekingar þar í landi geta vart beðið eftir að sjá Sveindísi Jane Jónsdóttur spila sinn fyrsta leik í deildinni. Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira
Sveindís Jane samdi við þýska stórliðið Wolfsburg að loknu síðasta tímabili en verður á láni hjá Kristianstad á þessari leiktíð. Hanna Marklund lék á sínum tíma 118 leiki fyrir sænska landsliðið, í dag starfar hún meðal annars sérfræðingur fótboltamiðilsins Fotbollskanalen. Hún spáir Kristianstad 3. sæti – líkt og í fyrra – og býst í raun við mjög svipuðu liði og þá. Hún býst við miklu frá Sveindísi á komandi leiktíð. Marklunds allsvenska tips - Kristianstad : "Wolfsburg-värvningen är väldigt spännande".https://t.co/GjXR8aSftF pic.twitter.com/iAcaIJWIF9— Fotbollskanalen (@fotbollskanal) April 6, 2021 „Ég held að Sveindís muni passa einkar vel inn í lið Kristianstad, sérstaklega vegna löngu innkastanna hennar. Sænska landsliðið varð fyrir barðinu á þeim í leik gegn Íslandi á síðasta ári. Þessi 19 ára framherji hefur alla burði til að verða lykilmaður í liði Kristianstad og mun vera í mikilvægu hlutverki hjá liðinu. Marklund segir Kristianstad hins vegar vanta framherja. Nefnir hún sem dæmi að miðjumaðurinn Mia Carlsson hafi meðal annars leikið á miðjunni í æfingaleikjum liðsins. Hver veit nema Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari liðsins, komi öllum að óvörum og stilli Sveindísi Jane einfaldlega upp í fremstu víglínu. Marklund nefnir einnig Elísabetu í pistli sínum enda verður þetta tólfta tímabil Betu sem aðalþjálfara liðsins. „Uppgangur liðsins er að miklu leyti henni að þakka. Við höfum talað um hana áður en þegar þú talar um Kristianstad kemstu í raun ekki hjá því að nefna Elísabetu í leiðinni.“ Landsliðsmiðvörðurinn Sif Atladóttir er einnig nefnd en Marklund telur liðið græða mikið á því að fá hana til baka. Sif missti af öllu síðasta tímabili vegna barneigna en er nú klár í slaginn.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Albert lagði upp mark í sigri Fiorentina City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Hákon með mark og stoðsendingu í sigri Lille Sævar skoraði í fyrsta sigrinum í einn og hálfan mánuð Glódís Perla innsiglaði sigur og meistaratitil Bayern Hlutir sem Skagamenn sætta sig alls ekki við Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Bellingham fékk líka rautt en Rüdiger gæti fengið tólf leikja bann Sjá meira