Þetta segir Fréttablaðið koma fram í stefnu Alvogen á hendur Halldóri, sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Þar er fullyrt að samkvæmt Halldóri hafi tilgangur fundarins verið að „afla upplýsinga í því skyni að reyna að koma sér í aðstöðu sem gæti nýst honum til að gera kröfur á hendur félaginu um fjárhagslegt uppgjör sér til handa.“
Segir í stefnunni að samskiptin séu alvarlegt trúnaðarbrot og með öllu óeðlileg. Eins og Fréttablaðið bendir á, hafa Róbert og Björgólfur löngum eldað grátt silfur saman.
Alvogen krefst þess að viðurkennt verði með dómi að félaginu hafi verið heimilt að rifta ráðningarsamningi Halldórs fyrirvaralaust og þá er þess krafist að hann verði dæmdur til að greiða félaginu 8,5 milljónir. Þá vill fyrirtækið fá staðfesta skaðabótaskyldu Halldórs.
Stjórnendur Alvogen segja einnig að Halldór hafi brotið trúnaðar- og þagnarskyldu með því að senda upplýsingar á fjölmiðla áður en fyrirtækinu gafst tækifæri til að rannsaka ásakanir hans. Því geti hann ekki talist uppljóstrari í lagalegum skilningi.