Sky Sports greinir frá þessu og segir að kynþáttaníðið hafi birst í apamyndum sem settar voru sem athugasemdir við myndir sem Liverpool-parið hafði birt á Instagram.
Instagram er í eigu Facebook. Í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Sky Sports segir að það sé með málið til rannsóknar.
Í gær varð Ivan Toney, framherji Brentford, fyrir sams konar kynþáttaníði á Instagram. Facebook segir að búið sé að eyða Instagram-reikningnum sem sendi níðið barst frá vegna brota á reglum miðilsins.
Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry lýsti því yfir nýlega að hann væri búinn að loka öllum samfélagsmiðlareikningum sínum. Það vildi hann gera til að bregðast við öllu níðinu sem viðgengst á þessum miðlum. Of miklu eitri sé þar spúð til að hægt sé að leiða það hjá sér.