Valdís hætt í atvinnumennsku: „Þrjú ár af stanslausum sársauka“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 12:56 Valdís Þóra Jónsdóttir er hætt sem atvinnukylfingur. LET/Tristan Jones „Vonandi mun ég einn daginn geta spilað golf aftur mér til gamans,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. Vegna þrálátra og slæmra meiðsla hefur hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. Nú hefur þessi 31 árs gamla Skagamær hins vegar ákveðið að láta gott heita í atvinnumennskunni. „Það liggja margar ástæður að baki en sú stærsta er að líkaminn þolir ekki mikið meira. Eftir höfðinu dansa limirnir og þeir hafa gert það undanfarin þrjú ár. Þrjú ár af stanslausum sársauka sem ég náði að harka í gegnum vegna keppnisskaps, þrjósku og metnaðar. En nú er mál að linni. Ég hef ákveðið að hlusta á líkamann og segja þetta gott,“ segir Valdís í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. „Síðastliðna 4 mánuði hef ég fengið 15 sterasprautur í bakið og búið er að fara inn í taugar og gefa þeim rafstuð en í hvert sinn sem ég byrja að sveifla af fullum krafti aftur hafa verkirnir blossað upp af sama krafti. Síðasta trompið sem við áttum eftir var að brenna taugaenda af, og hefur það verið gert á fjórum taugum en enn eru eftir tvær. Þetta eru mikil inngrip í líkamann, sársaukafull og erfið. Líkamleg og andleg heilsa mín skiptir mig einfaldlega meira máli en íþróttin er farin að gera,“ segir Valdís en pistil hennar má lesa hér að neðan. Thank you pic.twitter.com/9KVoJIvXUB— Valdís Þ. Jónsdóttir (@DaughterOfJon) April 7, 2021 Golf Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. Nú hefur þessi 31 árs gamla Skagamær hins vegar ákveðið að láta gott heita í atvinnumennskunni. „Það liggja margar ástæður að baki en sú stærsta er að líkaminn þolir ekki mikið meira. Eftir höfðinu dansa limirnir og þeir hafa gert það undanfarin þrjú ár. Þrjú ár af stanslausum sársauka sem ég náði að harka í gegnum vegna keppnisskaps, þrjósku og metnaðar. En nú er mál að linni. Ég hef ákveðið að hlusta á líkamann og segja þetta gott,“ segir Valdís í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. „Síðastliðna 4 mánuði hef ég fengið 15 sterasprautur í bakið og búið er að fara inn í taugar og gefa þeim rafstuð en í hvert sinn sem ég byrja að sveifla af fullum krafti aftur hafa verkirnir blossað upp af sama krafti. Síðasta trompið sem við áttum eftir var að brenna taugaenda af, og hefur það verið gert á fjórum taugum en enn eru eftir tvær. Þetta eru mikil inngrip í líkamann, sársaukafull og erfið. Líkamleg og andleg heilsa mín skiptir mig einfaldlega meira máli en íþróttin er farin að gera,“ segir Valdís en pistil hennar má lesa hér að neðan. Thank you pic.twitter.com/9KVoJIvXUB— Valdís Þ. Jónsdóttir (@DaughterOfJon) April 7, 2021
Golf Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Leik lokið: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira