Valdís hætt í atvinnumennsku: „Þrjú ár af stanslausum sársauka“ Sindri Sverrisson skrifar 7. apríl 2021 12:56 Valdís Þóra Jónsdóttir er hætt sem atvinnukylfingur. LET/Tristan Jones „Vonandi mun ég einn daginn geta spilað golf aftur mér til gamans,“ segir Valdís Þóra Jónsdóttir. Vegna þrálátra og slæmra meiðsla hefur hún ákveðið að hætta sem atvinnukylfingur. Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. Nú hefur þessi 31 árs gamla Skagamær hins vegar ákveðið að láta gott heita í atvinnumennskunni. „Það liggja margar ástæður að baki en sú stærsta er að líkaminn þolir ekki mikið meira. Eftir höfðinu dansa limirnir og þeir hafa gert það undanfarin þrjú ár. Þrjú ár af stanslausum sársauka sem ég náði að harka í gegnum vegna keppnisskaps, þrjósku og metnaðar. En nú er mál að linni. Ég hef ákveðið að hlusta á líkamann og segja þetta gott,“ segir Valdís í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. „Síðastliðna 4 mánuði hef ég fengið 15 sterasprautur í bakið og búið er að fara inn í taugar og gefa þeim rafstuð en í hvert sinn sem ég byrja að sveifla af fullum krafti aftur hafa verkirnir blossað upp af sama krafti. Síðasta trompið sem við áttum eftir var að brenna taugaenda af, og hefur það verið gert á fjórum taugum en enn eru eftir tvær. Þetta eru mikil inngrip í líkamann, sársaukafull og erfið. Líkamleg og andleg heilsa mín skiptir mig einfaldlega meira máli en íþróttin er farin að gera,“ segir Valdís en pistil hennar má lesa hér að neðan. Thank you pic.twitter.com/9KVoJIvXUB— Valdís Þ. Jónsdóttir (@DaughterOfJon) April 7, 2021 Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Valdís Þóra lék meðal annars á tveimur risamótum á sínum ferli sem atvinnumaður, á Opna bandaríska árið 2017 og Opna breska árið 2018. Valdís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari í höggleik og einu sinni í holukeppni. Hún lék á LET-mótaröðinni, sterkustu mótaröð Evrópu, árin 2017-2020 og náði á tveimur mótum að lenda í 3. sæti. Nú hefur þessi 31 árs gamla Skagamær hins vegar ákveðið að láta gott heita í atvinnumennskunni. „Það liggja margar ástæður að baki en sú stærsta er að líkaminn þolir ekki mikið meira. Eftir höfðinu dansa limirnir og þeir hafa gert það undanfarin þrjú ár. Þrjú ár af stanslausum sársauka sem ég náði að harka í gegnum vegna keppnisskaps, þrjósku og metnaðar. En nú er mál að linni. Ég hef ákveðið að hlusta á líkamann og segja þetta gott,“ segir Valdís í pistli sem hún birtir á samfélagsmiðlum. „Síðastliðna 4 mánuði hef ég fengið 15 sterasprautur í bakið og búið er að fara inn í taugar og gefa þeim rafstuð en í hvert sinn sem ég byrja að sveifla af fullum krafti aftur hafa verkirnir blossað upp af sama krafti. Síðasta trompið sem við áttum eftir var að brenna taugaenda af, og hefur það verið gert á fjórum taugum en enn eru eftir tvær. Þetta eru mikil inngrip í líkamann, sársaukafull og erfið. Líkamleg og andleg heilsa mín skiptir mig einfaldlega meira máli en íþróttin er farin að gera,“ segir Valdís en pistil hennar má lesa hér að neðan. Thank you pic.twitter.com/9KVoJIvXUB— Valdís Þ. Jónsdóttir (@DaughterOfJon) April 7, 2021
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira