Stefnt er að því að hafa svæðið opið fram til klukkan sex í kvöld og svo verður rýmt á miðnætti samkvæmt venju.
Í gær þurfti lögregla að loka svæðinu fyrr en venjulega vegna mikillar gasmengunar og var fólki því gert að yfirgefa Geldinga- og Meradali um áttaleytið.
Í morgun er bjartviðri á staðnum að sögn lögreglu en snjór yfir öllu og því mikilvægt að fólk mæti vel búið til göngunnar.