Tiger þakkaði þeim sem mættu fyrst á slysstað Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Tiger Woods kveðst þakklátur fyrir allar þær batakveðjur sem hann hafi fengið. Getty/Brian Rothmuller Tiger Woods sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar þess að lögreglan í Los Angeles-sýslu greindi frá því að hraðakstur væri meginorsök bílslyssins sem hann slasaðist alvarlega í, 23. febrúar síðastliðinn. Í yfirlýsingunni þakkar Tiger ýmsum þeim sem eiga sinn þátt í því að hann geti núna einbeitt sér að sinni endurhæfingu. Hann þakkar meðal annars þeim fyrstu sem komu á slysstað: „Ég er svo þakklátur báðum þeim góðu og hjálpsömu manneskjum sem komu mér til aðstoðar og hringdu í neyðarlínuna,“ segir Tiger og þakkar einnig lögreglu og sjúkraflutningamönnum sem komu honum af slysstað undir læknishendur. pic.twitter.com/uN8lsmDO1D— Tiger Woods (@TigerWoods) April 7, 2021 Tiger var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum, eða 135-140 kílómetra hraða á klukkustund. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Tiger var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Óvissa ríkir um framtíð hans í golfíþróttinni en fyrir slysið höfðu þrálát bakmeiðsli gert honum erfitt fyrir. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Í yfirlýsingunni þakkar Tiger ýmsum þeim sem eiga sinn þátt í því að hann geti núna einbeitt sér að sinni endurhæfingu. Hann þakkar meðal annars þeim fyrstu sem komu á slysstað: „Ég er svo þakklátur báðum þeim góðu og hjálpsömu manneskjum sem komu mér til aðstoðar og hringdu í neyðarlínuna,“ segir Tiger og þakkar einnig lögreglu og sjúkraflutningamönnum sem komu honum af slysstað undir læknishendur. pic.twitter.com/uN8lsmDO1D— Tiger Woods (@TigerWoods) April 7, 2021 Tiger var á tvöföldum hámarkshraða þegar hann ók bifreið sinni út af veginum, eða 135-140 kílómetra hraða á klukkustund. Aksturstölva bílsins sýndi að Woods snerti aldrei bremsuna áður en hann ók út af veginum. Lögreglustjórinn segir að það kunni að benda til þess að kylfingurinn hafi stigið á rangan fetil. Woods verður þó hvorki sektaður né kærður þar sem engin vitni urðu að óhappinu. Tiger var skorinn upp vegna opins beinbrots á fótlegg. Hann slasaðist einnig á fæti og ökkla. Kylfingurinn var útskrifaður af sjúkrahúsi fyrr í þessum mánuði. Óvissa ríkir um framtíð hans í golfíþróttinni en fyrir slysið höfðu þrálát bakmeiðsli gert honum erfitt fyrir. Tiger Woods var um langt skeið besti kylfingur heims. Hann hefur unnið fimmtán risamót, það síðasta árið 2019. Aðeins Jack Nicklaus hefur sigrað á fleiri risamótum í golfi en hann sigraði á átján slíkum á ferlinum.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Enski boltinn „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Íslenski boltinn Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Enski boltinn Tugþúsundir fögnuðu titlinum í Newcastle Enski boltinn Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út Körfubolti Stoppaði skyndisókn og stóð á haus Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Handbolti