„Þetta er bara samblanda af því að vera mjög erfitt og sorglegt, en á sama tíma líka smá léttir,“ sagði Valdís Þóra í viðtali í gær.
Eins og áður segir voru það miklir verkir seinustu ár sem urðu til þess að Valdís tók þessa ákvörðun.
„Ég var að vakna ef ég fór í ákveðnar stellingar, ég velti mér yfir á vinstri og velti mér yfir á hægri. Ég gat ekki sest upp í rúminu eins og þrítug manneskja á að geta gert.“
„Það var svosem lítið annað í stöðunni, ég á alveg nokkur ár eftir lifandi, vonandi mörg. Ég vil ekki eyða þeim í stanslausum verkjaköstum.“

Valdís horfir til baka yfir ferilinn með stolti.
„Auðvitað voru einhver markmið sem ég náði ekki og það er eitthvað sem ég þarf bara að sætta mig við. En ég held að ég sé bara stolt af því sem ég hef náð.“
Viðtalið við Valdísi má sjá hér fyrir neðan.