Ásta hefur leitað í tíu ár að líffræðilegum föður sínum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 8. apríl 2021 10:56 Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir leitar uppruna síns og óskar eftir aðstoð Íslendinga. Facebook Þegar Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir var 24 ára gömul, fékk hún að vita að hún væri rangfeðruð. Nú lætur hún reyna á mátt samfélagsmiðla í leitinni að líffræðilegum föður sínum. „Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“ Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira
„Ég fæddist í Reykjavík árið 1987, og ólst þar upp, og bý þar enn. Ég ólst upp hjá góðri fjölskyldu og á frábæran föður. Mamma mín dó árið 1991 og ég komst að því á fullorðinsárum að ég ætti annan líffræðilegan föður. Ég veit hins vegar ekki hver það er og hef engar upplýsingar, en mig myndi langa til að reyna að finna hann,“ skrifaði Ásta Kristín á Facebook. „Það var ákveðinn grunur og svo vangaveltur hjá mér, af því að ég leit öðruvísi út og svo fórum við í blóðprufu, DNA próf,“ segir Ásta í samtali við Vísi um ástæðu þess að hún lét athuga hvort hún væri rétt feðruð. Í kjölfarið fékk hún grun sinn staðfestan og fylgdu því flóknar tilfinningar. „Það var sorg að vita að pabbi minn sem ég er rosalega náin, sé ekki líffræðilegur faðir minn. Ég lít rosalega upp til hans. En svo vann ég mig í gegnum það. Það breyttist ekki neitt, hann er alveg jafn mikið pabbi minn og áður. Ég ákvað að ég vildi líka þekkja líffræðilegan föður, það væri gaman,“ segir Ásta. „Móðir mín hét Guðrún Margrét Þorbergsdóttir, bjó í Reykjavík, og var mikið í dansi og vann meðal annars á Prikinu og Orkustofnun.“ Fjölskyldan skilningsrík Ásta segir að hún hafi verið að leita að þessum manni „on and off“ í tíu ár, svo hún sé því mátulega bjartsýn. „Það væri samt gaman að finna þessa tengingu.“ Uppeldisfaðir Ástu hjálpaði henni að semja Facebook færsluna og sýnir henni mikinn stuðning, eins og aðrir fjölskyldumeðlimir. „Þau hafa skilning á því að mig langar að vita þetta, finna tengingu við þetta fólk líka.“ Ásta segir að hún viti einfaldlega ekki hvort móðir sín hafi vitað að hún væri rangfeðruð og ef svo er hver líffræðilegur faðir hennar væri. Hún hefur fundið fyrir miklum stuðningi síðan hún ákvað að opna sig um leitin á samfélagsmiðlum og fengið send góð ráð frá fólki sem hefur farið af stað í svipaða leit. „Ef einhver telur sig geta hjálpað mér með þetta eða vill aðstoða mig má vinsamlegast hafa samband við mig á Facebook: Ásta Kristín Guðrúnardóttir Pálsdóttir.“
Ástin og lífið Mest lesið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign Lífið Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Stórmyndir í útrýmingarhættu Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Stórmyndir í útrýmingarhættu Sturla elti Tinder-ástina til paradísarstrandar í Mexíkó Ævintýrapar selur fallega fyrstu eign „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Eiginmaður Dolly Parton er látinn Var mjög heit fyrir lýtalækninum Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Hefndi kossins með kossi Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Maskadagur á Ísafirði Auddi og Steindi í BDSM Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Aukatónleikar Bryan Adams Mikil áhugi á stjörnunum úr Alheimsdraumnum Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Hjálmar Örn fékk hjartaáfall „Þetta sat náttúrlega í manni í mörg ár“ Krakkatían: Lukku-Láki, talnagáta og prumpufólk Vilja valdefla konur í brjóstagjöf Danir senda annan Færeying í Eurovision Unnur Eggerts, Væb og Ragnhildur Steinunn létu sig ekki vanta Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Sjá meira