Dustin Johnson talinn líklegastur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. apríl 2021 13:30 Dustin Johnson er talinn líklegur til að vinna mótið annað árið í röð. Mike Ehrmann/Getty Images Masters mótið í golfi hefst í kvöld og þrátt fyrir að aðeins fimm mánuðir séu síðan Dustin Johnson sigraði mótið í fyrra er mikil eftivænting fyrir mótinu í ár. Þetta er í 85. sinn sem mótið er haldið á Augusta National vellinum og Johnson er talinn líklegur til að verja titilinn. Dustin Johnson fór með sigur af hólmi á þessu stærsta móti ársins í fyrra. Mótið var spilað mun seinna en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, en Johnson er talinn líklegur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð. Dustin Johnson vann mótið í fyrra með fimm högga forystu á Sungjae Im og Cameron Smith sem voru næstu menn og ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum er hann spenntur að komast aftur á völlinn. It s great to be back at Augusta! Ready for this week. #themasters pic.twitter.com/3azftTr0Gz— Dustin Johnson (@DJohnsonPGA) April 5, 2021 Leynivopn DeChambeaus Bryson DeChambeau, sem var talinn líklegastur til að vinna mótið í fyrra, segist vera með leynivopn í pokanum í ár. Í fyrra talaði hann um að hann liti á Augusta völlinn sem par 67 en ekki par 72, en endaði svo 18 höggum á eftir Dustin Johnson. „Ég er með smá í pokanum þessa vikuna sem mun koma að góðum notum,“ sagði DeChambeau. „Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði, en þetta hefur verið í bígerð í nokkur ár og ég er mjög spenntur fyrir því.“ DeChambeau er þó ekki viss um að þetta leynivopn muni skila honum sigri. „Þetta er golf og maður veit aldrei hvað gerist, en miðað við hvað ég haf séð seinustu vikuna á æfingum þá ar augljóst að þetta hefur mikla kosti í för með sér.“ Heimildir herma að leynivopnið sé driver með 4,5 gráðu halla, en flestir atvinnukylfingar eru með níu til tíu gráðu halla á sínum kylfum. 'This has been a few years in the making' - Bryson DeChambeau and his 'secret' new club in Masters bid https://t.co/iHU59lcIi3 pic.twitter.com/K7lTfpyYBx— Independent Sport (@IndoSport) April 6, 2021 Upprisa Spieth Jordan Spieth er einn af þeim sem er talinn sigurstranglegur á Masters mótinu í ár. Spieth bar sigur sigur úr bítum á Texas Open mótinu seinasta sunnudag, en það var fyrsti sigur hans síðan í júlí 2017. Jordan Spieth hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá golfaðdáendum, en svo virtist sem hann væri búinn að missa taktinn algjörlega. Spieth féll af listanum yfir efstu 100 kylfinga heims og fór í gegnum 1.351 dag án sigurs. Sigurinn á Texas Open mótinu var tólfti sigur hans á ferlinum. Sigurinn gæti þýtt það að Jordan Spieth sé mættur aftur í sitt besta form og er nú meðal þeirra þriggja sem taldir eru líklegastir til að vinna Masters mótið. Jordan Spieth wins the Valero Texas Open for his first victory since 2017!Friendly reminder that the Masters starts on Thursday pic.twitter.com/BIGoBqjLoW— SportsCenter (@SportsCenter) April 4, 2021 Augusta Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf í kvöld og hefst útsending frá fyrsta degi klukkan 19:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone. Golf Tengdar fréttir Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Dustin Johnson fór með sigur af hólmi á þessu stærsta móti ársins í fyrra. Mótið var spilað mun seinna en vanalega vegna kórónuveirufaraldursins, en Johnson er talinn líklegur til að klæðast græna jakkanum annað árið í röð. Dustin Johnson vann mótið í fyrra með fimm högga forystu á Sungjae Im og Cameron Smith sem voru næstu menn og ef marka má færslur hans á samfélagsmiðlum er hann spenntur að komast aftur á völlinn. It s great to be back at Augusta! Ready for this week. #themasters pic.twitter.com/3azftTr0Gz— Dustin Johnson (@DJohnsonPGA) April 5, 2021 Leynivopn DeChambeaus Bryson DeChambeau, sem var talinn líklegastur til að vinna mótið í fyrra, segist vera með leynivopn í pokanum í ár. Í fyrra talaði hann um að hann liti á Augusta völlinn sem par 67 en ekki par 72, en endaði svo 18 höggum á eftir Dustin Johnson. „Ég er með smá í pokanum þessa vikuna sem mun koma að góðum notum,“ sagði DeChambeau. „Ég ætla ekki að fara út í nein smáatriði, en þetta hefur verið í bígerð í nokkur ár og ég er mjög spenntur fyrir því.“ DeChambeau er þó ekki viss um að þetta leynivopn muni skila honum sigri. „Þetta er golf og maður veit aldrei hvað gerist, en miðað við hvað ég haf séð seinustu vikuna á æfingum þá ar augljóst að þetta hefur mikla kosti í för með sér.“ Heimildir herma að leynivopnið sé driver með 4,5 gráðu halla, en flestir atvinnukylfingar eru með níu til tíu gráðu halla á sínum kylfum. 'This has been a few years in the making' - Bryson DeChambeau and his 'secret' new club in Masters bid https://t.co/iHU59lcIi3 pic.twitter.com/K7lTfpyYBx— Independent Sport (@IndoSport) April 6, 2021 Upprisa Spieth Jordan Spieth er einn af þeim sem er talinn sigurstranglegur á Masters mótinu í ár. Spieth bar sigur sigur úr bítum á Texas Open mótinu seinasta sunnudag, en það var fyrsti sigur hans síðan í júlí 2017. Jordan Spieth hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá golfaðdáendum, en svo virtist sem hann væri búinn að missa taktinn algjörlega. Spieth féll af listanum yfir efstu 100 kylfinga heims og fór í gegnum 1.351 dag án sigurs. Sigurinn á Texas Open mótinu var tólfti sigur hans á ferlinum. Sigurinn gæti þýtt það að Jordan Spieth sé mættur aftur í sitt besta form og er nú meðal þeirra þriggja sem taldir eru líklegastir til að vinna Masters mótið. Jordan Spieth wins the Valero Texas Open for his first victory since 2017!Friendly reminder that the Masters starts on Thursday pic.twitter.com/BIGoBqjLoW— SportsCenter (@SportsCenter) April 4, 2021 Augusta Masters mótið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf í kvöld og hefst útsending frá fyrsta degi klukkan 19:00. Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Helgarpassa að Stöð 2 Golf má kaupa á kerfum Vodafone.
Golf Tengdar fréttir Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Masters-matseðill Johnson klár Þó aðeins séu fjórir mánuðir síðan Dustin Johnson vann Masters-mótið í golfi sem átti upphaflega að fara fram á svipuðum tíma í fyrra þá heldur Johnson í hefðina og hefur nú tilkynnt Masters-matseðil ársins. 6. apríl 2021 11:30