Með þessu áframhaldi sjáum við fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 17:06 Björgvin Páll í leik með Haukum á yfirstandandi leiktíð, sem verður jafn framt hans síðasta á Ásvöllum. Hann mun ganga til liðs við Val í sumar. vísir/vilhelm Björgvin Páll Gústavsson, landsliðsmarkvörður Íslands í handbolta, tjáði sig um kórónufaraldurinn og stöðu íþróttafólks hér á landi á Facebook-síðu sinni í dag. Pistilinn í heild sinni má finna neðst í fréttinni. „Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
„Nú þegar engin er á sjúkrahúsi vegna Covid-19 og við erum búinn að bólusetja okkar viðkvæmustu hópa þá erum við íþróttafólkið enn á þeim stað að geta ekki stundað okkar íþrótt,“ segir Björgvin Páll til að byrja með. Hann hefur ekkert á móti því að gripið sé inn í og styður harðar aðgerðir ríkisstjórnarinnar en hann vill hins vegar sjá boðum og bönnum aflétt þegar það á við. „Ég er mjög hlynntur hörðu inngripi þegar veiran blossar upp en þá verða afléttingar einnig að vera í takt við innanlandssmit utan sóttkvíar. Ef að ég tek mitt starf sem handboltamarkmaður sem dæmi þá má ég ekki láta kasta í mig bolta af 6 til 10 metra fjarlægð og eins mega leikmenn ekki senda bolta á milli sín.“ Sjá ekki fram á að geta klárað tímabilið „Við fengum þær upplýsingar í síðustu bylgju að litlar sem engar líkur væri á því að smitast í gegnum snertingu á bolta og veit ég ekki hvað hefur breyst síðan þá. Með þessu áframhaldi sjáum við íþróttafólkið fram á að geta ekki klárað tímabilið okkar.“ „Svona staða gerir það að verkum að við getum ekki undirbúið okkur til þess að geta farið af stað þegar verður búið að aflétta. Þetta snýst ekki bara um boltaleik, þetta snýst um að halda íþróttum landsins lifandi. Styðja við afreksfólkið okkar sem að eru einnig fyrirmyndir barnanna okkar og fólkið sem að gleður okkur heima í stofu í gegnum sjónvarpið.“ „Ég er ekki að fara fram á að við getum byrjað að spila fyrir fullu húsi af fólki á morgun heldur einungis að það sé einhver taktur í því þegar kemur að afléttingum.“ „Með þessum hörðu aðgerðum og engum afléttingum og engum undanþágum eru þau að auka líkurnar á því að fólk fylgi ekki fyrirmælum og hefur Þórólfur til að mynda oft talað um það.“ Til í sóttvarnarhótel ef það þýðir meira frelsi „Þegar kemur að þessu blessaða sóttkvíarhóteli þá skal ég glaður henda mér í 5 daga sóttkvíarhótel með mín 4 börn ef að það gerir það að verkum að flestir í landinu geti mætt til vinnu, að börn geti mætt í skóla og að íþróttir landsins fái að blómstra.“ „Öll þau 97 innanlandssmit sem greinst hafa undanfarnar vikur tengjast smitleka á landamærum. Ég hef hingað til staðið þétt við bakið á þríeykinu og ráðherrum og mun gera það áfram. Í blíðu og stríðu... en þó er enginn hafinn yfir gagngrýni.“ „Höldum áfram að berjast! Áfram Ísland!“ Varúð covid-status! Hef lítið tjáð mig um þessi mál öll en eftir upplýsingafund dagsins langar mig svakalega að pikka...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Thursday, April 8, 2021 Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira