Ískalt á gosstöðvunum og ekki í sóttkví Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 8. apríl 2021 17:31 Leila var í stígvélum en Usama í íþróttaskó. Tökumaður Stöðvar 2 benti þeim á að þau væru alltof illa klædd til að vera að fara í gönguna upp að gosstöðvum. Vísir/Egill Þau Leyla og Usama frá Marokkó voru mætt í gallabuxum og úlpu á Suðurstrandarveg í dag á leiðinni í fjallgöngu. Þau komu til landsins í gær en töldu sig ekki þurfa að vera í sóttkví sökum þess að þau hefðu farið í próf og sýnt vottorð við komuna til landsins. „Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli. Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
„Já, við erum mjög spennt. Ég vona að okkur verði bara ekki of kalt,“ segir Leyla. „Við höfum lesið mikið um mögulega hættu og hve langan tíma tekur að ganga. Það virðist vera löng ganga en miðað við það sem við höfum heyrt er það þess virði,“ bætir Usama við. Þau segjast ekki hafa átt von á því að svo kalt yrði í veðri. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum varaði við ferðum á gosstöðvarnar í dag sökum kulda. Þær eru þó opnar almenningi. „Við erum í fötunum okkar og þetta verður reynsla,“ segir Leyla hlæjandi. Leyla segist hafa átt von á hita nær tíu stigum eða svo enda eru þau vön öllu hlýrra loftslagi. Þau komu til Íslands frá Maldíveyjum þar sem þau voru í fríi. Eftir dvölina á Íslandi fara þau aftur til Þýskalands þar sem þau eru búsett. Parið segist hafa lent fyrir tólf klukkustundum. Aðspurð hvort þau ættu ekki að vera í sóttkví voru þau fljót til svars, nei. Þau hefðu farið í próf og væru með gilt skírteini. Samkvæmt reglum á landamærum eiga allir þeir sem koma til landsins, nema viðkomandi framvísi bólusetningarvottorði eða vottorði um fyrri sýkingu, að fara í tvær skimanir og halda sóttkví í fimm daga á milli skimanna. Sú krafa verður áfram fyrir hendi í nýrri reglugerð ráðherra sem tekur gildi á miðnætti. Þá verður eftirlit með fólki í heimasóttkví aukið í samvinnu við lögreglu og sektir hækkaðar. Uppfært 9. apríl klukkan 08:35 Leyla segir í tölvupósti til fréttastofu að orð þeirra, sem sjá má í fréttinni að ofan, hafi verið misskilin. Þau séu læknar sem starfi í Þýskalandi og hafi bæði fengið Covid-19. Þau séu með vottorð upp á það sem þau hafi framvísað á Keflavíkurflugvelli. Fréttastofa bað um afrit af vottorðinu því til staðfestingar en Leyla vildi ekki verða við því og vísaði á landamæraeftirlitið á Keflavíkurflugvelli.
Eldgos í Fagradalsfjalli Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira