Breski tónlistarkennarinn Teitur Björn Einarsson skrifar 9. apríl 2021 08:31 Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Norðvesturkjördæmi Teitur Björn Einarsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Vestfirðir hafa löngum verið kraumandi pottur fjölþjóðasamfélags og það birtist okkur með ýmsum hætti. Ætli ég hafi ekki verið um 10 ára þegar það rann upp fyrir mér að til væru íslenskir tónlistarkennarar. En kennarar mínir á flautu og píanó við Tónlistarskólann á Flateyri höfðu fram að því verið annars vegar frá Bretlandi og hins vegar frá Kanada. Framsýni forráðamanna skólans og útsjónarsemi á þessum árum var mikil. Á öðru starfsári skólans varð James Haughton frá Bretlandi skólastjóri og stýrði með miklum myndarskap tónlistarlegu uppeldi önfirskra barna og ungmenna á öllum aldri í sjö ár. Mögulega var skortur á íslenskum tónlistarkennurum á þessum árum en hvað sem því líður þá var það mikið heillaskref að fá þennan unga tónlistarsnilling frá Bretlandi til Flateyrar og kenna öll þessi ár. Í vikunni var sagt frá því í kvöldfréttum RÚV að breski tannlæknirinn Christian Lee hefði flutt nýverið til Ísafjarðar og hafið þar störf, eftir að Heilbrigðisstofnun Vestfjarða lagðist í auglýsingaherferð út fyrir landsteinana, en lítill áhugi hafði verið meðal íslenskra tannlækna á að setja á fót stofu á Ísafirði. Forráðamenn HVEST eiga hrós skilið fyrir þetta frumkvæði og finna lausnir þegar þær er ekki að finna hér á landi. Lausnir á fleiri sviðum Skynsemi HVEST leiðir hugann að sambærilegum málum sem upp hafa komið víðar á landsbyggðinni og tengist hvimleiðum og oft viðvarandi læknaskorti. Svo virðist sem erfitt sé að fá íslenska lækna til að starfa og setjast að í hinum dreifðari byggðum á sama tíma og stjórnvöld gera lítið af því að jafna aðstöðumuninn með því að einfalda fólki að sækja sér læknisþjónustu til Reykjavíkur. Leið HVEST blasir við. Auðvitað á í auknum mæli að auglýsa eftir læknum og slíkum sérfræðingum út fyrir landsteinanna sé þess þörf og reyndar umhugsunarefni af hverju það hafi ekki tíðkast í meira mæli fram til þessa. Ástæðan liggur svo sem í augum uppi og kom fram í viðtali RÚV við hinn breska tannlækni. Hann sagði að umsóknarferlið hafi tekið langan tíma og ekki verið rakið mál - hann sótti um í júní á síðasta ári og komst loks til Ísafjarðar hálfu ári seinna. Regluverkið og stjórnsýslan gerir erlendu starfsfólki það hreinlega of erfitt að koma hingað og starfa þótt vöntun sé á starfskröftunum. Íslenskir læknar eru hvattir til og verða í flestum tilfellum að sækja sér menntun og reynslu til útlanda en erlendir læknar eru ekki jafn velkomnir að starfa hér á landi. Þá kæmi það ekki á óvart að hagsmunasamtök íslenskra lækna myndu vara mjög við því að reglum yrði breytt svo einfaldara væri fyrir erlenda lækna að starfa á Íslandi. Þetta á sennilega við um langflestar íslenskar launþegahreyfingar hver á sínu atvinnusviði. Þessum hugsunargangi þarf að breyta sem og löggjöfinni. Draga þarf úr ströngum skilyrðum og einfalda atvinnuþátttöku fólks, innan sem utan EES, og sérstaklega þegar um er að ræða skort á fólki í mikilvæg þjónustustörf á vegum hins opinbera. Opið og frjálst Fámenn þjóð á afskekktri eyju á allt undir því að eiga í sem mestum samskiptum við umheiminn. Ísland laðar að sér áhugavert fólk frá öllum heimshornum sem auðgar samfélagið með nýjum hugmyndum og menningu. Þannig skapast ný tækifæri og samfélagslegur auður. James Haughton spilaði gjarnan verk eftir Liszt á tónleikum fyrir Vestfirðinga og þeir kenndu honum sitthvað um lífsbaráttuna og vetrarhörkur. Það var gott samstarf og megi það lengi halda áfram með nýju fólki á sem flestum sviðum. Höfundur er 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar