Skoðun

Fast­eigna­kaup leigj­enda, compu­ter says NO!

Kolbrún Eva Kristjánsdóttir skrifar

Nú erum við hjón með 3 börn á leigumarkaði, leigjum fína íbúð, með toppleigusala. Erum með fína greiðslugetu á mánuði. Langar komast í örlítið stærri eign. Langar að kaupa. Getum við það? Nei. Af hverju? Því kerfið leyfir það ekki.

Þó svo greiðslugeta sé fín og við myndum hæglega getað borgað af húsnæðisláni sem er alltaf lægra en leigan sem við borgum, þá náum við ekki að safna upp eigið fé sem er krafist til að kaupa fasteign. Eins og svo margið aðrir í sömu stöðu.

Greiðslumatið sem bankinn býður uppá er bara brandari,

Framfærslukostnaður á mánuði fyrir okkur 460 þús samkvæmt bráðabirgðagreiðslumati, fyrirgefðu en aldrei er framfærslukostnaður okkar svona hár á mánuði nema ég færi út að borða með fjölskylduna á hverjum degi.

Og samkvæmt bráðabirgðagreiðslumati bankans (Íslandsbanka) þá er ég með greiðslugetu uppá undir 150.000 kr á mánuði og hámarksverð fasteigna sem við getum keypt er 32.000.000 EF maður myndi ná að skrapa saman í 5-7 millj í útborgun sem er ekki svo auðvelt á leigumarkaði. Og plús það þá færðu ekki eign fyrir þessa upphæð, hvað þá fyrir 5 manna fjölskyldu.

Hvernig getur þessi útreikningur staðist þegar við getum borgað nánast tvöfalt þetta í leigu á mánuði og samt rekið heimili með 3 börn (2 unglinga og eitt leikskólabarn) og 2 bíla (og notabene , hund og kött. Þetta á ekki við nein rök að styðjast.

Það er algjörlega fáránlegt að fólk með góðar stabílar tekjur sem stendur skil á öllu sínu sé fast á leigumarkað þrátt fyrir að geta borgað af lánum, geti ekki keypt nema þurfa skuldsetja sína nánustu með því óska eftir aðstoð frá þeim, það hafa bara ekki allir þann kost og það vilja það bara alls ekkert allir.

Hvað gerir maður þá? Ok, ég óska hér með eftir fjárfesti til að eignast 10-20% í fasteigninni minni..

Nei svona í alvörunni þetta er algjör brandari.

Við erum fangar kerfisins. Meingallað!

Höfundur er (vonandi) tilvonandi fasteignakaupandi á næstu 20 árum.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×