Sjáðu boltastrák Ajax grýta boltanum í leikmann Roma Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. apríl 2021 11:00 Riccardo Calafiori í leiknum gegn Ajax á Johan Cryuff leikvanginum í Amsterdam í gær. getty/Eva Manhart Boltastrákur Ajax var ekki sáttur með tafir Riccardos Calafiori, leikmanns Roma, og grýtti boltanum í hann í leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Rómverjar unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu og eru því í góðri stöðu fyrir seinni leikinn á heimavelli í næstu viku. Roger Ibanez skoraði sigurmark Roma á 87. mínútu. Rómverjar vörðu forskotið með kjafti og klóm og reyndu hvað þeir gátu til að tefja tímann þegar tækifæri gafst. Á fjórðu mínútu uppbótartíma fékk Roma innkast á eigin vallarhelmingi. Calafiori fór sér engu óðslega þegar hann tók innkastið og vildi meðal annars skipta um bolta. Hann skokkaði að boltastráknum sem grýtti boltanum í bringuna á honum. Calafiori virtist fyrst ætla að láta sig detta en skipti svo um skoðun og skammaði boltastrákinn. Hann hafði ekkert upp úr krafsinu nema gult spjald. Þetta skemmtilega atvik má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Grýtti boltanum í leikmann Roma Ajax var 1-0 yfir í hálfleik þökk sé marki Davys Klaassen á 39. mínútu. Lorenzo Pellegrini jafnaði fyrir Roma á 57. mínútu og þremur mínútum fyrir leikslok skoraði Ibanez svo sigurmark ítalska liðsins. Calafiori kom inn á sem varamaður á 29. mínútu fyrir Leonardo Spinazzola. Calafiori, sem er átján ára, hefur leikið sex leiki og skorað eitt mark fyrir Roma á tímabilinu. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Fleiri fréttir Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Sjá meira
Roma kom til baka í Hollandi á meðan Villareal vann góðan útisigur Fyrri leikir átta liða úrslita Evrópudeildarinnar fóru fram í kvöld. Roma vann góðan sigur á Ajax og Villareal vann í Króatíu. Manchester United vann Granada á Spáni en Arsenal gerði jafntefli gegn Slavia Prag á heimavelli. 8. apríl 2021 21:30